Orange Frakkland,
France Flag


ORANGE
FRAKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Orange er í Provence/Alpes/Côte d'Azur í Róndalnum í 46 m hæð yfir sjó með 26.000 íbúa.  Þarna var áður blómleg rómversk nýlenda, Arausio Secundanorum, með hringleikahúsi og sigurboga.  Fyrstu átök milli Rómverja og germanskra þjóðflokka (kimba og teutóna) urðu utan við Orange árið 105 f.Kr.  Þar féllu 100.000 Rómverjar.  Marius hefndi þessa ósigurs síðar við Aix.  Á meðan rómverski friðurinn hélzt voru íbúar Orange fjórum sinnum fleiri en nú.  Á 16. öld komst Orange undir hollenzku Nassauættina.  það er ástæðan fyrir titli Hollandsdrottningar, prinsessan af Orange-Nassau.  Við friðarsamningana í Utrecht árið 1713 varð Orange hluti Frakklands.

*Sigurboginn var reistur vegna sigurs Sesars árið 49 f.Kr. Hinn 3
. stærsti í Rómarveldi.

**Hringleikahúsið
er eitt hið beztvarðveitta sinnar tegundar (frá lokum 1. aldar f.Kr.).  Sviðsveggur 103 m langur og 38 m hár.  Sæti fyrir 7000 áhorfendur.  Hljómburður frábær.  Eina leikhúsið með styttu af Ágústusi (3,55 m).  Við leikhúsið eru rústir hofs og íþróttavallar.

**Ardéchegljúfur eru 30 km löng í 35 km fjarlægð norðvestan Orange.  Bátsferðir.

Mynd:  Rómverska leikhúsið (Freefoto.com).


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM