Frakkland suðvesturhlutinn,
France Flag


FRAKKLAND
SUÐVESTURHLUTINN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Forsöguleg manntegund bjó fyrst á þessum slóðum.  merki þess hafa fundizt í hellum í Vésére- og Lotdölunum við rætur Pyreneafjalla.  Skráðar heimildir geta fyrst galla í Bordeaux, Toulouse, Perigueux, Limoges og Cahors.  Rómverjar komu og byggðu borgir á þessum stöðum, vegi á milli þeirra, gróðursettu vínvið við Bordeaux og nefndu héraðið Aquitaine vegna vatnsmikilla fljóta.  Eftir hrun Rómarveldis réðust barbarar og vísigotar inn í héraðið úr norðri, sarasenar frá Spáni og norrænir menn sigldu upp í ármynni Gironde og héldu upp árdalina.  kringum árið 1000 fór að hægjast um, viðskipti lifnuðu, pílagrímaleiðir voru fjölfarnar og hundruð kirkna í rómönskum stíl voru reistar.  Árið 1152 giftust Elenore af Aquitaine og Henri Plantagenet, sem varð konungur Englands tveimur árum síðar (Henri II). 

Það varð upphaf árekstra milli Frakka og Englendinga, að Henri II og eftirmenn hans gerðu tilkall til þess, sem þeir kölluðu réttmæt yfirráðasvæði í Suður-Frakklandi.  Henri var franskrar ættar, faðir hans var Geoffroi plantagenet og móðir hans afabarn Vilhjálms sigurvegara (hertoga af Normandí).  Þessi togstreita leiddi síðar til 100 ára stríðsins, þegar kirkjur og bæir voru víggirtir.  Monpazier er eitt bezta dæmið um slíkt og stendur enn þá (byggt af Englendingum).

Páfi gerði út krossferðir árin 1210-29 til að berja á villutrúarmönnum, m.a. í albi og Toulouse.  Þetta var forsmekkurinn að heiftugum styrjöldum milli katólskra og húgenotta 350 árum síðar.  Þá voru flestar kirkjur skemmdar meira eða minna, sem sjá má merki um enn þá.  Vonarneisti kviknaði, þegar Henri IV gaf út Nantestilskipunina um trúfrelsi mótmælenda, en hún var afturkölluð af Lúðvík 14. árið 1685 og þúsundir mótmælenda flúðu úr landi.  Öld síðar varð landið fyrir enn þá meiri hörmungum í stjórnarbyltingunni miklu.  Hún hafði mikla eyðileggingu í för með sér, einkum urðu kirkjur og fornar byggingar illa úti.  Þrátt fyrir endurreisnarstarf Beaux-Arts, sjást örin enn þá.

Dordogne er hæsti hluti Miðhálendisins.  Þar eru mörg vatnsorkuver (stærst er Bort-les Orgnes).  St. Emilion vínekrurnar eru á hægri bakka Argentat-árinnar og Bordeaux vínekrurnar allt um kring á báðum árbökkunum.  Argentatáin sameinast Garonne rétt norðan Bordeaux.  Garonne á upptök sín hátt uppi í Pyreneafjöllum á Spáni. 
Vestur og suður af Bordeaux eru merkileg sandöldu- og furuskógasvæði, sem kallast Landes.  Öldum saman hafði Atlantshafið hlaðið upp langri strandlengju með sandöldum, þeim hæstu í Evrópu og vestanstormar feykt þeim inn í landið, svo að við auðn lá.  Þessir sandstormar ógnuðu jafnvel vínhéruðunum í kringum Bordiaux.  Snemma á 19. öld voru furugræðlingar gróðursettir og þeir varðir með lyngi.  Þeir þrifust svo vel, að 'Landes' er vafalaust meðal mestu nytjaskóga Frakklands á okkar dögum.  Það er fremur tilbreytingarlaust að aka um þetta svæði, sem ber þó merki frábærs árangurs í landgræðslu.  Sunnan Landes eru baskahéruðin, lítið landssvæði, þar sem þessi þjóðflokkur býr án þess að hafa blandazt öðrum um aldir og tala sitt eigið mál, sem er engu öðru skylt.  U.þ.b. 15% baska býr í Frakklandi og 85% á Spáni.  Þeir lifa á fiskveiðum og fjallabúskap.

Allur suðvesturhluti Frakklands er þekktur fyrir ýmsa gæðafæðu, svo sem Cassoulet frá Toulouse og Castelnandory, ostrur og fisk frá Arcachon, melónur, perur og plómur frá Garonnesléttunni, sælkeramatseðilinn Périgordine (paté de foie gras, confit d'oie, rillettes de porc, pintades (fuglakjöt), ætisveppi og ost) frá Pyreneafjöllum og roquefort í Aveyron.  Þessum matseðli hefur víðast hrakað, þótt heiðarlegar undantekningar séu enn þá til.  Ástæða er til að mæla með koníakinu Armagnak, sem framleitt er í grennd við Condom. 
Það jafnast á við allt nema allra bezta koníak.  Hið sæta, gyllta eyðimerkurvín Monbasillac frá Suður-Bergerac er einnig mjög gott.  Landslag er mjög fjölbreytt í Suðvestur-Frakklandi.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM