Strasbourg Frakkland,
France Flag


Utanlandsferðir


STRASBOURG
FRAKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Strasbourg er höfuðborg Elsass í Bas-Rhin-sýslu í 136 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er 260.000, ef útborgir eru ekki taldar með.  Hún er ein af stærri og fegurstu borgum Frakklands og eina franska borgin við Rín.  Hún er við mót Marne-Rínar- og Rónskurðanna.  Um fríhöfnina í Strasbourg, sem er eins stærsta höfnin við Rín, fer mikið af alls konar varningi.  Borgin er aðsetur Evrópuráðsins og Evrópuþingsins.  Byggingar þessara stofnana eru opnar ferðamönnum frá apríl til oktober ár hvert.  Flestir áhugaverðir staðir fyrir ferðamenn eru á eyju milli tveggja kvísla árinnar Ill.

Mest áberandi er hinn 142 m hái turn gotnesku dómkirkjunnar, sem er úr rauður sandsteini.  þrjár hurðir eru á mjög stórri forhlið kirkjunnar, sem er skreytt hundruðum úthöggvinna svipmynda úr biblíunni og yfir þeim er stór, steindur rósettugluggi, 15 m í þvermál.  Forhliðin endar á palli í 66 m hæð.  Vinstra megin hans gnæfir turninn og turnspíran.  Ráðgert var að reisa hægri turninn er aldrei varð úr því.  Ef fólk þjáist ekki af lofthræðslu, er vel þess virði að klífa hin 330 þrep utan á turninum.  Þetta gerði Goethe reglulega, þegar hann dvaldi við nám í Strasbourg, til að yfirvinna lofthræðslu og auka viljastyrk sinn. 
Hinar steindu rúður kirkjunnar eru allt frá 12. öld en hinar nýjustu frá 1956.  Predikunarstóllinn er í gotneskum stíl.  Glitvefnaðurinn er frá 17. öld.  Stjörnuúrið fer í gang á hádegi á hverjum degi og vélrænar styttur af dauðanum og Kristi slá heila tímann.  Einu leifar frá rómverskum tíma er kórendi grafhvelfingarinnar, sem gengið er niður í vinstra megin við kórinn.

Gegnt norðvesturhorni dómkirkjunnar er eitt elzta hús borgarinnar, sem nú hýsir veitingahúsið Maison Kammerzell, ekta Elsasshús með fagurlega útskornu viðarskrauti, steindum rúðum og úti
hurð frá 1467.  Dómkirkjusafnið er hinum megin við kirkjuna.  Gatan út frá forhlið kirkjunnar liggur að Gutenbergtorgi, þar sem 14 ára dvalar Gutenbergs í útlegð í Strasbourg er minnst með styttu af honum.  Hann snéri aftur til Mainz árið 1448 og gerði uppfinningu sína opinbera.  Stutt ganga í suðvestur þaðan leiðir til þess staðar, sem Ill kvíslast.  Þetta svæði heitir La Petite France með 16. aldar húsum, sem speglast í breiðum skurðum.  Á sumrin eru skoðunarferðir á bátum um ána Ill.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM