Toulon Frakkland,
France Flag


TOULON
FRAKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Toulon er í Varsýslu í Provence-Alpes-Côte d'Azur-héraði í 1-10 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er 182.000.  Borgin er u.þ.b. 70 km suðaustan Marseilles.  Toulon er mesta herskipahöfn Frakka.  Þekkt á rómverskum tíma fyrir litarefni úr murex-skeljum.  Blómaskeið Toulon hófst á 17. öld, þegar Lúðvík 14. og Richelieu kardínáli gerðu borgina að aðalherskipahöfn landsins.  Menn, sem dæmdir voru á galeiðurnar í Toulon voru í raun sendir í þrælkun.  Þangað voru sendir tukthúslimir, Tyrkir, negrar og eftir árið 1685 húgenottar.
Árið 1793 fór frægðarsól hins unga stórskotaliðsmanns, Napóleons Bonaparte, að rísa, þegar borgarbúar gerðu gegnbyltingu og buðu enska flotann velkominn.  Napóleon
kom fallbyssum sínum þannig fyrir, að staða hans var ósigrandi og Englendingar urðu að hörfa með flota sinn.  Árið 1942, þegar Þjóðverjar gerðu innrás í hinn óhernumda hluta Frakklands og Banda-ríkjamenn voru lentir í Afríku, sökktu áhafnir frönsku herskipanna í Toulonhöfn þeim, svo að þau nýttust Þjóðverjum ekki.  Toulon var frelsuð eftir miklar skemmdir 26. ágúst 1944.  Gaman er að skoða gömlu hafnirnar Dorse Vielle frá fyrri hluta 17. aldar og 'Dorse Neuve' frá tímum Lúðvíks 14., þótt byggingar þeirra hafi eyðst í síðari heimstyrjöldinni.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM