Biscayaflói Spánn Frakkland,
France Flag


BISCAYA-FLÓI
FRAKKLAND - SPÁNN


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Biscaya-flói er allt að 640 km langur og breiður með Frakklandsstrendur í norðri og austri og Spán í suðri.  Suðurstrandlengjan er klettótt og víða þverhnípt.  Að suðaustanverðu, milli ósa ánna Adour og Gironde, er ströndin lág og sendin með fjölda lóna.  Láglend mýrarsvæði teygjast u.þ.b. 320 km til norðurs frá Gironde en handan Quiberon-skaga er ströndin hærri og klettótt.  Fjöldi áa renna til flóans úr fjöllunum Spánarmegin og frá Frakklandi m.a. Loire, Charente, Gironde og Adour.  Helztu hafnarborgir við Biscayaflóa eru Gijón, Santander, Bilbao og San Sebastián á Spáni og Bayonne, Bordeaux, Rochefort, La Rochelle, Nantes og Lorient í Frakklandi.  Helztu eyjarnar eru Belle-Ile, Noirmoutier, Ré og Oléron.  Siglingar um flóann eru erfiðar og hættulegar vegna ríkjandi norðvestanvinda og sterkra hafstrauma.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM