Avignon Frakkland,
France Flag


AVIGNON
FRAKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Avignon í Provence, Alpes og Côte d'Azur í 19 m hæð yfir sjó, liggur vel við samgöngum við ármót Rhône og Durance.  Grikkir í Marseille þekktu borgina á sínum tíma.  Á uppgangstímum Rómarveldis var íbúafjöldinn u.þ.b. 20.000.  Fá merki eru til frá galló-rómverskum tímum, en margar rómverskar styttur og leirker hafa verið grafin upp (Musée Lapidaire).  Elztu merku minjar um velmegun á miðöldum er brúin Pont St. Bénézet eða Avignonbrúin samkvæmt frægu lagi (aðeins 4 bogar standa enn þá).  Brúin var 900 m löng og byggð á 12. og 13. öld.  Ein fárra steinbrúa yfir Rhône utan Lyon, Vienne og Pont St. Esprit ofar með ánni.  Kapella heilags Nikuláss stendur á einum brúarstöplanna.  Hætt var að halda brúnni við á 17. öld.

Páfahöllin frá 14. öld er annað kennimerki Avignon.  Á 13. öld réðu albigenesískir villutrúarmenn Avignon.  Lúðvík 8. braut þá á bak aftur að boði páfa og Avignon komst undir páfastól.  Snemma á 14. öld olli sundurlyndi aðalsætta flótta páfa til Avignon og flutning páfastóls þangað (
Klemens 5., páfi) að undirlagi Filipusar góða, Frakkakonungs.  Klemens 5., var fyrstur sjö franskra páfa til að sitja í Avignon 1309-1377), þótt borgin yrði ekki þeirra fyrr en 1348.  Þessi ár var Avignon heimshöfuðborg og miðstöð kristinnar trúar.  Byggingarstíll gömlu hallarinnar lýsir strangleika Benedikts VII páfa, sem var áður sistersískur munkur.  Nýja höllin sýnir íburð og glæsileika Klemens VI.

Báðar hallirnar lýsa fádæma auðlegð páfastóls miðalda.  Nú eru hallirnar rúnar upphaflegum skreytingum, nema nokkrum
múrmyndum.  Þegar farið er í gegnum bardagahliðið með skjaldarmerki Klemens VI, er komið í aðalhallargarðinn, þar sem haldnir eru sjónleikir í júlí ár hvert.  Eftir brottflutning páfastóls árið 1377, stjórnaði nefnd kardinála Avignon til ársins 1790.  Þá var hlúð að listum og menningu, m.a. listaskóla fyrir málara, þar sem lögð var áherzla á norðlægari stíl en hinn ítalska.   Stjórnarbyltingin árið 1789 setti merki sín á Avignon sem og aðrar borgir.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM