Dijon Frakkland,
France Flag


DIJON
FRAKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Dijon í Búrgúnd er í 250 m hæð yfir sjó.  Þar eru margar fargrar byggingar frá því, að Dijon var höfuðborg hertogadæmisins Búrgúnd á 15. öld.  Þar er háskóli og biskupssetur.  Talsverður iðnaður og vínverzlun.  Borgin er þekkt fyrir góða veitingastaði og sinnep.  Dijon er aðalsögustaður Búrgúnd og mikilvæg samgöngumiðstöð.

Eftir brottför Rómverja frá Frakklandi varð Dijon sem svo margar aðrar borgir fyrir stöðugum árásum og ránum óvinaherja, svo að byggja varð borgina upp aftur og aftur.  Dijon eyðilagðist í miklum eldsvoða árið 1137.  Mugues II, hertogi, lét endurbæta hana með borgarmúrum og víggirtum borgarhliðum.  Mektarskeið Dijon hófst á 14. öld undir stjórn Filippusar djarfa, Jean óttalausa og Filippusar góða.  Á 15. öld réðu Búrgúndhertogar öllu landi milli Loire og Jurafjalla, Lótringen, Luxemburg, Flandern, Artois, Picardy, nærri allri Belgíu og Hollandi og voru stöðug ógnun við veldi Frakkakonunga.  Þeir voru jafnvel í tygjum við Englendinga og afhentu þeim Jóhönnu af Örk gegn dágóðri þóknun.  Búrgúnd var innlimað í Frakkland seint á 15. öld við dauða Karls djarfa.

* Hertogahöllin.  316 þrep upp í turn Filippusar góða.

** Musée des Beaux Arts.

* Notre Dame, 13. aldar gotnesk kirkja.  Klukkuturn frá 1382.

* St. Benigne, fyrrum klausturkirkja.  Rómanskt anddyri.

* Chartreuse de Champmol (1404; anddyri og Mósesbrunnur; Búrgúndhertogar kostuðu).


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM