Orléans
er höfuðstaður Loiretsýslu í Centre-héraði í 110 m hæð
yfir sjó með 110.000 íbúa. Nafn borgarinnar er órjúfanlega tengt
nafni Jóhönnu af Örk, meyjarinnar frá Orléans.
Þar er biskupssetur og háskóli síðan 1309. Borgin er norðarlega á bökkum Loire. Iðnaður byggist á landbúnaði í umhverfinu.
Á
gallískum tíma var þar byggðin Cenabum, sem Sesar lagði í eyði árið
52 f.Kr. Frá 3. öld var bærinn
þekktur undir nafninu Aurelianum, sem er uppruni núverandi nafns.
Árið 451 lagði Attila húnakonungur bæinn undir sig og
Clovis, frankakonungur, gerði hið sama árið 498.
Borgin komst þó fyrst vel á spjöld sögunnar, þegar
Englendingar sátu um hana og Jóhanna af Örk kom til bjargar.
Hún særðist í bardaganum og Englendingar héldu um tíma að
hún hefði verið drepin. Sigurdagurinn,
8. maí, er enn þá haldinn hátíðlegur í borginni.
Hún skemmdist talsvert í síðari heimsstyrjöldinni. |