Marseilles Frakkland,
France Flag


MARSEILLES
FRAKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Marseilles er í Provence/Alpes/Côte d'Azur í 0-160 m hæð yfir sjó. Hún er önnur stærsta borg Frakklands og mikilvægasta hafnarborgin.  Grikkir frá Litlu-Asíu stofnuðu hana árið 600 f.Kr. á grýttum höfða norðan gömlu hafnarinnar.  Hún varð fyrsta nýlenda Grikkja í Gallíu.  Þaðan réðu þeir samgöngum upp Róndalinn, sem var m.a. flutningaleið tins frá Bretlandi.  Uppgangur Marseilles vakti öfund Karþagómanna og etrúska, sem gátu samt ekki hindrað uppbyggingu annarra grískra verzlunarstaða með ströndum fram, allt suður fyrir Costa Brava (Sp.) og austur til Mónakó.  Eftir 237 f.Kr. byrjaði blómaskeið Karþagómanna á Spáni og í annarri púnversku styrjöldinni var Marseilles í bandalagi við Rómverja gegn Hannibal.  Að launum komu Rómverjar Marseilles til hjálpar einni öld síðar.

Þannig fengu Rómverjar ítök frá austurbakka Rón, alla leið til Genfar en létu Marseilles halda yfirráðum sínum á ströndinni og fullri sjálfstjórn.  Marseilles tók afstöðu með Pompejusi gegn Sesari og leið þess vegna undir lok sem aðalhafnarborg Gallíu árið 49 f.Kr. og var hertekin eftir fimm mánaða umsátur og tvo ósigra í sjóorrustum.  Arles tók við hafnarhlutverki Marseilles.  Líkt og aðrar hafnarborgir við Miðjarðarhaf eyddist Marseilles í árásum sarasena, en blómstraði aftur á krossferðatímanum.
  Marseillesbúar tóku heilshugar þátt í stjórnarbyltingunni 1789 og stríðinu við Prússa og Austurríkismenn 1792.  Fimmhundruð sjálfboðaliðar sungu þá fósturjarðarsönginn Le Marseillaise, sem saminn var í Strasbourg og er nú þjóðsöngur Frakka.

Höllin Chateau d'If (1529) er fræg orðin vegna sögu Alesanders Dumas Greifinn af Monte Cristo.  Í If var mörgum húgenottum haldið föngnum.

*Canebiére (Cannabis = hampvinnsla) er vinsælasta gatan í Marseilles.

*Gamla höfnin.

*St. Victor, klausturkirkja á 5.öld.  Endurbyggð á 11. og 15. öld.

*Palais Longchamp.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM