Frakkland meira,
France Flag

SAGAN 1 SAGAN 2 SAGAN 3 SAGAN 4

FRAKKLAND
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

TÖLFRÆÐI

 

Íbúarnir.  Frakkar eru langífrá einslitur hópur fólks, þótt hann eigi sér sameiginlegt tungumál.  Í landinu ægir saman mörgum þjóðum og þjóðflokkum.  Þjóðverjar eru algengir í Elsass-Lótringen, bretónar í Bretagne, katalanar, baskar, Korsíkubúar og Ítalar í suðurhlutanum og flæmingjar í norðurhlutanum.  Allt þetta fólk talar meira og minna sín eigin mál og mállýzkur auk frönskunnar og á síðustu áratugum hefur verið tekið æ meira tillit til þeirra í skólakerfinu.  Margt er um fólk frá yfirráðasvæðum Frakka erlendis og fyrrum nýlendum, s.s. Alsír.

Dreifing íbúanna.  Heildarfjöldi íbúa Frakklands er u.þ.b. 56 milljónir, u.þ.b. 7% af íbúafjölda Evrópu.  Rúmlega 100 íbúar eru um hvern ferkílómetra, þannig að landið er tiltölulega þéttsetið, þótt það nái ekki Bretlandi, þar sem búa 220 manns á ferkílómetra.  París er eina milljónaborgin í landinu.  Á Parísarsvæðinu búa u.þ.b. 18% allra íbúa landsins.  Auk Parísar eru 29 aðrar borgir með fleiri en 100.000 íbúa.  Aðeins Marseilles (900 þús.) og Lyons (420 þús.) komast yfir eina milljón íbúa, ef útborgir eru taldar með.  Íbúafjölgun var hæg fram að lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar farið var að reka vingjarnlegri fjölskyldustefnu og íbúar erlendra áhrifasvæða Frakka fengu borgararéttindi auk straums erlendra farandverkamanna.

Trúarbrögð.  Rómversk-katólsk trú er útbreiddust en Frakkar hafa engu að síður það orð á sér að vera trúlausasta þjóð Evrópu.  Sunníta múslimar eru 3-7%, rétttrúnaðarfólk 1,4% og  mótmælendur 1-5%.  Þeir eru fjölmennir í ákveðnum atvinnugreinum og á almannavettvangi.

Landslag
gefur til kynna, að ísaldarjöklarnir hafi ekki náð alla leið þangað suður.  Landið er láglent að mestu, nema á austur- og suðurmörkunum.  Fjórir lágir fjallgarðar eða hæðahryggir brjóta upp landslagið annars staðar, Armorican, Massif Central, Vosges og Ardennes.  Á milli þessara hæðahryggja eru tvær stórar og djúpar lægðir í landslaginu, Parísarlægðin og Caronnelægðin, sem er þakin framburði frá Pyrenneafjöllum.  Þessi fjallgarður myndaðist fyrir fellingavirkni jarðskorpunnar talsvert á undan Ölpunum.

Jarðefni.  Í lægðum við jaðar Hercynianhæða í Normandí eru unnin kol og járn.  Aðalkolanámurnar eru í landinu norðanverðu.  Það er mun erfiðara að vinna kolin í litlu námunum í Massif Central.  Gæði kola, sem finnast í austurjaðri Parísarlægðarinnar (framhald Saarlaganna), eru bág.  Olía og gas finnst í jörðu í Garonnelægðinni.  Einnig eru talsverðar lindir á Pechelbronnsvæðinu í Elsass-Lótringen.  Nýting olíulinda hófst ekki fyrr en að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni og hún jókst að miklum mun eftir hina síðari.  Mestur hluti olíunnar og gassins kemur frá Garonnelægðinni, Lacq (gas), St. Marcet (gas) og Parentis (olía).  Það er ekki langt síðan lögð var meiri áherzla á olíuvinnslu í Parísarlægðinni (Coulommes, Chailly, Châteauenard o.fl. staðir).


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM