Frakkland sagan II,
France Flag


FRAKKLAND
SAGAN II

.

.

Utanríkisrnt.

 

1500

sigraði Lúðvík VII hertogadæmið Mílanó en varð að afsala sér því eftir

 

ósigurinn við Novara 1513.

 

 

1515

náði Francis I Mílanó á ný eftir sigur í orrustunni gegn húgenottum við Marignano.

 

 

1519

mistókst Francis I að sölsa undir sig keisarakrúnu Þýzkalands með aðstop páfa.

 

 

1521-44

háði Francis I fjórar orrustur við Karl V keisara.  Frakkar misstu Mílanó og voru

 

hraktir frá Ítalíu.

 

 

1547-59

ofsótti Henry II (kvæntur Katrínu af Médici) húgenotta.  Hann náði undir sig þýzku

 

biskupsdæmunum Metz, toul og Verdun (1522) og tók Calais (1558).

 

 

1556-59

Fransk-spænska styrjöldin.  Frakkar létu af kröfum sínum til Ítalíu og Búrgúnd.

 

 

1562-98

Trúarstyrjaldirnar.  Katólskir undir forystu Guisefjölskyldunnar og Bourbonar leiddu

 

mótmælendur.

 

 

1572

Barólomeusarmessuvígin.  Hinn 24 ágúst var coligny aðmíráll og þúsundir húgenotta

 

myrtir að skipun Katrínar af Médici.

 

 

1589

komu Bourbonar til valda eftir morð Henrys III.  Þeir ríktu til 1792.

 

 

1593

gerðist Henry IV katólskur til að tryggja frið í Frakklandi.  „París er einnar messu virði”.

 

 

1598

Nantesyfirlýsingin veitti húgenottum trúfrelsi og 100 virki.  Henry IV tryggði völd

 

krúnunnar á ný eftir trúarbragðastyrjaldirnar.  Hann kom upp miðstjórn ríkisins og

 

kom í veg fyrir að aðalsmenn héldu einkaheri.

 

 

Eftir 1603

Stofnun fyrstu frönsku nýlendunnar í Kanada.  Frá upphafi einveldis til loka fyrsta

 

keisaradæmisins (1610-1815).  Á þessum tíma náði einveldið hápunkti en leiddi til

 

til efnahags- og félagslegra breytinga, sem kipptu stoðunum undan gamla kerfinu.

 

Frumhugmyndir upplýsingarstefnunnar, sem stjórnarbyltingin 1789 snérist um, leiddu

 

ekki til stöðugs kerfis en voru kyndillinn, sem lýsti leiðina inn í 19. öldina.

 

 

1624-42

Í valdatíð Lúðvíks XIII var Richelieu kardínáli aðalráðgjafi konungs.  Honum tókst að

 

tryggja einvaldinum alræðisvöld.

 

 

1628

Richelieu sigraði La Rochelle og afnam sérstaka stöðu húgenotta en lét trúmálin

 

afskiptalaus.

 

 

1635

var Franska akademían stofnuð til að ryðja list og þekkingu veginn.

 

 

Frá 1635

Frakkland varð aðili að Þrjátíuárastríðinu.

 

 

1643-61

réði Mazarin kardínáli Frakklandi á æskuárum Lúðvíks XIV

 

 

1648

fengu Frakkar eignir Habsborgara í Elsass, þegar Vestfalski friðurinn var saminn

 

í lok Þrjátíuárastríðsins.

 

Uppreisn háaðalsins, þingsins og íbúa Parísar (La Fronde).  Bæld niður 1653.

 

 

1659

Stríðslok við Spán með Pyrenneasamningnum.  Veldi Spánar lýkur og Frakkland

 

varð öflugast ríki Evrópu.

 

 

1660

kvæntist Lúðvík XIV Maríu Teresu á barnsaldri.

 

 

Frá 1661

hófs valdatíð sólkonungsins Lúðvíks XIV og alræðið var ótvírætt.  Hirðlífið í Versölum

 

varð að fyrirmynd annarra hirða í Evrópu.  Blómaskeið barokstílsins og klassískra

 

franskra bókmennta.  Kaupauðgistefna Colberts og endurskipulagning hersins (Louvois)

 

gerðu Lúðvík XIV kleift að heyja sigursælar styrjaldir.

 

 

1664

Franska Vestur-Indíufélagið stofnað.

 

 

1667-68

Landvinningastríð við Spán og Spænsku-Niðurlönd.  Við friðarsamninga í

 

Aix-la-Chapelle fengu Frakkar Lille og aðrar víggirtar borgir í Niðurlöndum.

 

 

1672

Stríð við Hollendinga.  Við friðarsamninga í Nijmegen fengu Frakkar Franche-

 

Comté og landamærahéruð í Niðurlöndum.

 

 

1679-81

Innlimun Elsass.  Strasbourg tekin 1681.

 

 

1685

Afnám Nanteyfirlýsingarinnar veldur brottflutningi hálfrar milljóna húgenotta.

 

Fylgjendur Jansens ofsóttir.

 

 

1688-97

Sambandsstríðið.  Frakkar lögðu nokkur greifadæmi í rúst (Heidelberg o.fl.).

 

 

1701-14

Spænska erfðastríðið.  Frakkar bíða afhroð í orrustum við Sambandsríkin

 

Þýzkaland, Spán, Bretland, Svíþjóð, Holland og Savoy.

 

 

1713

Friðarsamningar í Utrecht kváðu á um að Philip V, barnabarn Lúðvíks XIV, yrði

 

konungur Spánar og að Frakkland sameinaðist aldrei Spáni.

 

 

1715

Andlát Lúðvíks XIV.  Áratugir stríða og óhófs skildu efnahag landsins eftir í

 

rúst.  Skuldir miklar og bændur öreigar.  Frakkland ekki lengur stórveldi.

 

 

1715-74

Í valdatíð Lúðvíks XV reyndu skozki hagfræðingurinn John Law og Fleury

 

kardínáli að koma efnahagslífinu í lag með gróðabralli en mistókst.

 

 

1733-38

tóku Frakkar þátt í pólska erfðastríðinu.  Þeir fengu erfðatilkall til Lótringen.

 

 

Eftir 1743

komust frillur konungs, Mme de Pompadour og Mme du Barry, til áhrifa.

 

 

1754-63

töpuðu Frakkar nýlendum sínum í Norður-Ameríku og flestum stöðvum sínum

 

í Suður- og Austur-Indlandi í Fransk-brezku stríðunum.

 

 

1768

seldi Genúa Frökkum Korsíku.

 

 

1774-89

komu aðalsmenn í veg fyrir tilraunir ráðherra Lúðvíks XV til umbóta.

 

 

1789

braust franska stjórnarbyltingin út.  Veikleikar alræðisins ollu falli þess.

 

Fólkið reis upp gegn óhófi og valdaspillingu og skattleysi aðals og kirkju.

 

Miðstéttirnar kröfðust aukinna stjórnmálalegra réttinda og börðust gegn

 

lénskipulaginu og kirkjunni.  Kreppa í iðnaði og uppskerubrestur ollu miklu

 

atvinnuleysi.  Upplýsingarstefnan og sjálfstæðisbaráttan í Ameríku áttu

 

stóran þátt í þróun byltingarinnar.  Líkur benda til þess, að Síðueldar 1783-

 

84 hafi átt þátt í uppskerubrestinum.

 

Þjóðarráðið hittist í Versölum.  Þriðja stéttin (almenningur) lýsti yfir stofnun þings

 

17. júní og ný stjórnarskrá var tilbúin 20. júní.  Bastille, ríkisfangelsið í París, var

 

jafnað við jörðu 17. júlí (þjóðhátíðard. Frakka).  Aðallinn fór að flytja úr landi. 

 

Lénskipulagið var afnumið og bændir leystir úr ánauð.  Mannréttindayfirlýsingin

 

26. ágúst.  Lýðurinn í París neyddi Lúðvík XV og þjóðþingið til að flytja til Parísar

 

5. oktober.  Stjórnmálaflokkar stofnaðir:  Jakobínar (nefndir eftir klaustrinu, þar sem

 

þeir funduðu; Robespierre, St.-Just) og Cordeliers (Danton, Desmoulins, Marat),

 

hinir hófsömu Feuillants (Bailly, Lafayette o.fl.).  Þjóðnýting kirkjueigna 2. nóv.

 

 

1791

reyndi Lúðvík XVI að flýja land (20. júní).  Ný stjórnarskrá 3. september, sem gerði

 

ráð fyrir þingbundinni konungsstjórn.

 

 

1791-92

kom löggjafarþingið saman.  Þar voru hófsamir Girondistar í meirihluta en róttækum

 

fjölgaði.

 

 

1792

hófst byltingarstríð, þegar Frakkland lýsti yfir stríði á hendur Austurríki (apríl). 

 

Byltingarmenn réðust á Tuileries og tóku konungsfjölskylduna höndum og fangelsuðu

 

hana í Temple (10. ágúst).  Septembervígin:  Andbyltingarmenn teknir af lífi.

 

Frakkland lýst lýðveldi.  Prússneski herinn sigraður við Valmy.  Herir byltingarmanna

 

lögðu Belgíu og vesturbakka Rínar undir sig.

 

 

1792-95

Þjóðþing með meirihluta róttækra (Robespierre, Danton o.fl.).

 

 

1793

var Lúðvík XVI tekinn af lífi (21 janúar).

 

 

1793-94

Ógnarstjórn Robespierres og öryggislögreglu hans.  Byltingardómur dæmdi Maríu

 

Antoinette, drottningu, Girondista og marga fleiri til dauða og birti róttæk lög.

 

Almenn mótmæli í Vendée, Brittany og stærri borgum bæld niður með blóðugum

 

slátrunum.  Carnot stofnaði her fólksins til landvarna.

 

 

1794

lauk ógnarstjórn Robespierres með falli hans (júlí).

 

 

1794-95

lögðu Frakkar Belgíu aftur undir sig og Holland varð að Batavíulýðveldinu.

 

 

1795-99

Ríkisráðið (5) var of veikt til að ráða við efnahagsvandann og koma í veg fyrir

 

yfirgang hægri manna (konungssinna) og vinstrisinna (kommúnistar undir stjórn

 

Babeuf.

 

 

1796-97

sigraði Napóleon Austurríkismenn í Efri-Ítalíu og hernam Lombardy.  Lýðveldin

 

Cisalpine (Mílanó) og Liguria (Genúa) stofnuð.

 

 

1798-99

var stofnað lýðveldið Helvetia í Sviss, Páfaríkið í Róm og Parthenopíulýðveldið í Napólí.

 

Napóleon sigraði mamelúka í orrustunni við pýramídana í Egyptalandi en floti Frakka

 

beið afhroð í orrustunni um Níl við enska flotann undir stjórn Nelsons.

 

 

1799

Eftir ævintýralegan flótta frá Egyptalandi steypti Napóleon ríkisráðinu og var kjörinn

 

konsúll til 10 ára í almennum kosningum.  Hann endurskipulagði stjórn landsins og

 

hvatti brottflutta Frakka til að koma heim.  Hann gerði líka sáttmála við páfa 1801.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM