Frakkland IV,
France Flag


FRAKKLAND
SAGAN IV

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

1914-18 Fyrri heimsstyrjöldin.  Tilefnið til hennar var morðið á erfðaprinsi Austurríkis í
Sarajevo 28. júní.1914.  Ræturnar lág dýpra, m.a. í stjórnmálalegum ágreiningi um fyrri
skiptingu
Evrópu (Elsass, Lótringen), hernaðarkapphlaupi, erfiðleikar í austurríska

 

 keisaradæminu, stefna Rússa í málefnum Balkanríkja og mjög hröð hervæðing

 

og afarkostir Þjóðverjar lýstu yfir stríði við Frakka 3. Ágúst 1914.  Í orrustunni við

 

 Marne hélt frönsk gagnsókn aftur af Þjóðverjum (sept.).  Styrjöldin, sem

 

 var hreyfanleg í upphafi, varð fljótlega að skotgrafastríði.

 

 

1916

Baráttan um Verdun (21/7-21/9).  Frakkar náðu borginni aftur eftir bardaga frá 24 okt.
til 16. des.

 

 

1917

Þjóðverjar hörfuðu frá svæðunum milli Arras og Soissons að Hindenburg- eða
Siegfriedlínunni.

 

 

1918

Upphaf gagnsóknar bandamanna undir stjórn Fochs marskálks (júlí).  Samið um

 

vopnahlé við Compiègne (nóv.).

 

 

1919

Frakkar voru meðal stofnenda Þjóðabandalagsins.  Samkvæmt Versalasamningunum

 

fengu Frakkar Elsass og Lótringen og stjórn Líbanons og Sýrlands, stórra svæða í

 

Kamerún og Togolandi, efnahagsstjórn í Saarlandi, heimild til hersetu Rínarsvæðisins

 

í 15 ár og stærstan hluta stríðsskaðabóta frá Þjóðverjum.

 

Þjóðarflokkurinn undir stjórn Clemenceau sigraði í kosningum gegn Vinstri flokknum.

 

 

1920

Hernaðarsamningur við Belgíu, bandalag við Pólland (1921), Tékkóslóvakíu (1924)
og
Rúmeníu (1926).

 

 

1923

Frakkar hersetja Ruhrhéruðin gegn andstöðu Breta.

 

 

1924

Vinstri flokkurinn vann sigur í kosningum.  Frakkar viðurkenna Sovétríkin.

 

 

1925

Þjóðverjar tryggja að austurlandamæri Frakklands verði virt (Locarnosamningurinn).

 

 

1925-26

Óeirðir í Marokkó.

 

 

1927

Sjálfstæðisbarátta í Elsass bæld niður.

 

 

1929

Franski utanríkisráðherrann, Briand, féllst á brottfluting hersins frá Rínarhéruðunum

 

og áætlanir um lækkun stríðsskaðabóta Þjóðverja.  Maginotlínan byggð.

 

 

1931

Upphaf heimskreppunnar.

 

 

1932

Samningur við Sovétríkin um að hvorugt ríkið ráðist á hitt.

 

 

1934

Heimskreppan hélt áfram og olli kreppu í stjórnmálum og á þingi.  Róttæklingum

 

á báðum vængjum stjórnmálanna fjölgaði.

 

 

1935

Nýlendusamningur við Ítalíu.  Gagnkvæmur hjálparsamningur Frakka og Rússa.

 

 

1936

Þýzki herinn þrammaði inn í Rínarhéruðin, sem Frakkar höfðu yfirgefið.  Hvorki

 

Frakkar né Bretar beittu herjum sínum til að hindra þetta.  Kommúnistar,

 

sósíalistar og róttækir sósíalistar sigra í almennum kosningum.  Ríkisstjórn Blum

 

(1936-37) setur framsækin lög um félagsmál.

 

 

1938

Münchensamkomulagið.  Daladier forsætisráðherra féllst á að Þjóðverjar fengju
aftur
Súdetahéruðin.

 

 

1939

Frakkar og Bretar heita tryggðum við Pólverja (31/3), Rúmeníu og Grikkland (13/4).

 

 

1939-45

Síðari heimsstyrjöldin.  Frakkland segir Þjóðverjum stríð á hendur eftir innrásina
í
Pólland (3/9 '39)

 

 

1940

Þjóðverjar hófu sókn til vesturs 10/5 og möluðu franska herinn.  París tekin 14/6.

 

Vopnahléssamningar undirritaðir í Compiègne 22/6 og Frakklandi skipt í hersetna

 

norður- og austurhluta og suðurhlutann, sem var ekki hersetinn.  Ríkisstjórn Pétain

 

marskálks flutti til Vichy 1/7.  Lok þriðja lýðveldisins.  De Gaulle hershöfðingi

 

myndaði útlagastjórn í London og heldur stríðinu áfram við hlið Breta. 

 

Franska neðanjarðarhreyfingin skipulögð og barðist gegn hernáminu og Frökkum
hlynntu því.

 

 

1942

Bandamenn lentu í Frönsku-Norður-Afríku (nóv.).  Þýzkur her hélt inn í hinn
óhersetna
hluta Frakklands.

 

 

1943

De Gaulle kom á fót Þjóðfrelsisráði í Alsír.  Bandamenn viðurkenndu það.

 

 

1944

Hinn 6. júní hófu bandamenn innrásina í Frakkland í Normandí og 15. ágúst í Suður-

 

Frakkland með stuðningi andspyrnuhreyfingarinnar.  De Gaulle og bandamenn

 

komu til Parísar 25/8.  De Gaulle og andspyrnuhreyfingin mynda ríkisstjórn.
Fjórða lýðveldið.

 

 

1944-45

Réttarhöld yfir drottinsvikurum og stuðningsmönnum Vichystjórnarinnar.

 

 

1945

fengu Frakkar sæti í öryggisráði Sameinuðuþjóðanna og eftirlitssvæði í Þýzkalandi
og
Austurríki.

 

 

1946

De Gaulle, sem var forsætisráðherra frá nóv. 1945, sagði af sér.  Ný stjórnarskrá
tók
gildi 24/12.  Franska nýlenduveldið varð að sambandsveldi.  Efnahagskreppa,

 

verðbólga og verkföll.  Kommúnistum og hægri róttæklingum óx fiskur um hrygg og
þversagnirnar
í opinberri stefnu í Alsírmálinu leiddu til tíðra stjórnarskipta.

 

 

1947

De Gaulle stofnaði Endursameiningarflokk Frakka, hægri flokk.

 

 

1948

fékk Frakkland Marshallaðstoð.

 

 

1949

varð Frakkland aðili að NATO og Evrópuráðinu.  Heimsfriðarráðstefnan í París.

 

 

1954-56

tapaði Frakkland Indó-Kína, Túnis, Marokkó, Frönsku-Vestur-Afríku og Frönsku-

 

Miðbaugs-Afríku.

 

 

1956

tóku Frakkar þátt í Súesstríðinu með Bretum og Ísraelum.  Gaullistar og herinn tóku

 

völdin í Alsír.

 

 

1957

urðu Frakkar aðilar að Evrópsku stál- og kolasambandinu, Vesturevrópusambandinu,

 

Evrópska efnahagsbandalaginu og Evratóm.

 

 

1958

Hallarbylting i Alsír 13. maí.  Coty forseti lýsti yfir neyðarástandi og skipaði
De Gaulle
forsætisráðherra með lítt takmörkuðum völdum.  Ný stjórnarskrá

 

með breyttum áherzlum á forsetaembættið var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

 

Fimmta lýðveldið.

 

 

1959

Sem forseti lýðveldisins greip de Gaulle til markvissra efnahagsaðgerða.  Franska

 

ríkjasambandinu var breytt í Franska samveldið og nýlendurnar fengu heimastjórn
eða
sjálfstæði.

 

 

1960

var fyrsta franska atómsprengjan sprengd í Sahara.

 

 

1962

fékk Alsír sjálfstæði samkvæmt Eviansamningnum.  De Gaulle stakk upp á
Bandaríkjum

 

Evrópu.  Stjórnarskrárbreyting, sem kvað á um, að forsetinn skyldi kosinn í beinum
kosningum.

 

 

1963

var gerður samningur um samstarf milli Frakka og Þjóðverja.

 

 

1964

viðurkenndu Frakkar Lýðveldið Kína (Formósa; Taiwan).

 

 

1966

hættu Frakkar aðild að NATO.

 

 

1968

leiddi efnahags- og félagslegt ranglæti til stúdentaóeirða, einkum í París, og
allsherjarverkfalls.

 

Bág staða frankans leiddi til óvissu á alþjóðagjaldeyrismarkaðnum.

 

 

1969

hætti de Gaulle sem forseti og Georges Pompidou tók við.

 

 

1971-74

var tveggja gengja kerfið tekið upp til að leysa gjaldeyriskreppuna.

 

 

1974

var Valéry Giscard d'Estaing kosinn forseti.

 

 

Frá 1974

olli síhækkandi olíuverð til orkukreppu um allan heim og efnahagskreppu.  Mikið dró

 

úr inn- og útflutningi.  Atvinnuleysi jókst.  Verðbólga jókst.  Dregið úr orkunotkun
með lögum.

 

 

Frá 1975

Ofbeldisalda, einkum á Korsíku, þar sem sjálfstæðissinnaðir hópar létu dólgslega.

 

 

1976

aftengdust Frakkar evrópska gjaldeyrisorminum og létu gengi frankans fljóta. 

 

Spenna í innanríkispólitíkinni, verkföll og mótmæli.

 

 

1977

Allsherjarverkfall gegn efnahagsaðgerðum stjórnarinnar (24/5).  Samningar um  

 

samvinnuFrakka og Sovétmanna í París, þegar Brezhnev heimsótti Frakkland.
Átök við
kjarnorkuandstæðinga í Creys-Malville (31/7).

 

 

1978

Mikil olíumengun á norðurströnd Bretagne eftir strand risaolíuskips 17/3.  Franskar og

 

belgískar herdeildir blönduðu sér í uppreisn í koparhéruðum Shaba (Katanga) í Zaire til

 

að gera Evrópumönnum þar kleift að komast á brott.  Aukin andstaða við aðgerðir

 

Barres forsætisráðherra til að tryggja meiri stöðugleika.  Bretónskir aðskilnaðarsinnar

 

sprengdu sprengju við Versali 26/6.

 

 

1979

var barist gegn verðbólgu og atvinnuleysi.  Stjórnin ákvað að loka stálverkssmiðjum

 

vegna bágrar stöðu þeirra.  Þessar aðgerðir ollu miklum mótmælum í París.

 

 

1980

tóku aðskilnaðarsinnar í Ajaccio á Korsíku gísla.  Páll páfi II kom í fjögurra daga

 

heimsókn til Frakklands.  Róttækir hægri menn drápu 4 með sprengju, sem var komið

 

fyrir í guðshúsi gyðinga.  Fransk-brezku sáttmáli.  Nýju-Hebrideseyjar urðu sjálfstæðar.

 

 

1981

tók François Mitterand við forsetaembættinu.  Þingið leystist upp og Pierre Mauroy

 

myndaði ríkisstjórn.  Sósíalistaflokkurinn fékk meirihluta í þingkosningum og

 

kommúnistar tóku þátt í ríkisstjórn.  Dauðarefsing afnumin.  Usinor og Sacilor-Sollac

 

stálverksmiðjurnar þjóðnýttar.  Ofurhraðlestin milli Parísar og Lyons vígð.  Hún náði
260 km hraða/klst.

 

 

1982

var settur á nýr skattur til að draga úr atvinnuleysi.  Áætlanir voru gerðar um að

 

þjóðnýta 5 iðnfyrirtæki, 39 banka og 2 fjármálafyrirtæki.  Laun og verðlag fryst.

 

 

1983

var 20 ára vináttusáttmála Frakka og Þjóðverja fagnað.  Gjaldeyrir fyrir

 

ferðamenn úr landi var takmarkaður við 2000 franka.  Ráðstefna um málefni Chad í
Vittel.

 

 

1984

sagði Mauroystjórnin af sér.  Kommúnistaflokkurinn hætti stjórnarsamstarfi.

 

Laurent Fabius varð forsætisráðherra.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM