Höfuðstaður
Alpes-Maritimes og fimmta stærsta borg Frakklands í 1-20 m hæð yfir
sjó stendur við Englaflóa. Nizza er vinsæll sumar- og vetrardvalarstaður.
Lega borgarinnar er afarfögur og loftslag milt.
Helzti árlegi viðburðurinn í Nizza (síðan 1870) er 11 daga
kjötkveðjuhátíð (corsi) fyrir hvítasunnuna, einhver vinsælasta hátíð
Evrópu. Strandlífið
er fjörugt, þrátt fyrir malarströnd.
Alþjóðaflugvöllur frá 1957 með 2-3 km löngum flugbrautum,
byggðum út í sjó. Þar
er vaktað rútustæði til að geyma bílana á næturnar. Á sumrin er blómahátíð, útileikhús, siglingakeppni
o.fl. Í borginni er einnig
spilavíti, háskóli, sýningarhöll og ópera (m.a. ítalskar óperur
frá hausti til vors). Bókasýning
í maí, hundasýning í júní og ballethátíð í júlí og ágúst.
Gönguferð um borgina er áhugaverð.
Árið
350 f.Kr. stofnuðu Grikkir frá Marseilles til byggðar þar og nefndu
hana Nicaea til heiðurs gyðjunni Nike (sigurgyðja). Rómverjar höfðu lítinn áhuga á borginni.
Nizza óx fiskur um hrygg á 10. öld og síðar undir stjórn
hertoganna í Provence. Árið
1388 var Nizza innlimuð í hertogadæmi Savoyættarinnar, sem var
sameinað Sardiníu. Árið 1712 réðu Frakkar borginni en tveimur árum
síðar var hún aftur komin undir Sardiníu og árið 1860 undir
Frakkland.
Frelsishetja
Ítlala, Garibaldi, fæddist í Nizza árið 1807.
Listmálararnir
Matisse og Dufy liggja grafnir þar.
Árið 1966 varð Nizza háskólaborg.
Spilavítið
er við Place Masséna í miðborginni.
Strandgatan,
Promenade des Anglais.
Hallarhæðin,
Château, gamli bæjarhlutinn. 198
þrep upp. Kastalinn, sem
þar stóð eyði-lagðist 1706. Aðeins
'Tour Bellanda' eftir. Útsýni
gott.
Mörg góð listasöfn.
Chagall, Matisse, Masséna (herforingi Napóleons), Chéret.
Í
Cimiez eru rómverskar rústir; hringleikahús (65x57 m). |