Frönsku Alparnir Frakkland,
France Flag


FRÖNSKU ALPARNIR
FRAKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Frönsku Alparnir ná yfir gömlu héruðin Savoy, sem varð fyrst hluti Frakklands árið 1860, fjalllendi eystri hluta Dauphiné.  Útsýni er frábært.  Einhverjir beztu skíðasvæði heims, t.d. Chamonix, Megéve, Grenoble, Val d'Isére og Tignes.  Urmull af silungi og laxi í ám.

Route Napoleon
(N85; Napóleónsleiðin) er leiðin, sem Napoleon fór, þegar hann slapp frá Elbu og ríkti enn í 100 daga, þar til hann var brotinn á bak aftur við Waterloo.  Napóleon lenti 1. marz 1815 nærri Antibes.  Hann hélt þaðan til Cannes og hætti við að fara um Rhônedalinn og valdi leiðina um Frönsku Alpana.  Honum barst stöðugur liðsauki á leiðinni og mætti hvergi mótspyrnu.  Hann komst til Grenoble 7 marz eftir erfiða ferð um erfitt land í misjöfnu veðri.

Grasse er heilsulindabær.  Þar er miðstöð ilmvatnsgerðar í heiminum.  Upphaflegur iðnaður, sem leiddi til ilmvatnsgerðar, var litun.  Á 16. öld var í tízku að bera hanzka með ilmi.  Aðalfram-leiðendur ilmvatna eru Molinard og Fragonard.  De Grasse átti beinan þátt í sigri Bandaríkjamanna gegn Bretum í sjálfstæðisbaráttunni með því að loka sjóher Breta inni í Yorktown í Virginíu árið 1782 og knýja þá til uppgjafar.

Í Digne eru volgrur, sem eru notaðar til að lækna gigt.  Upphafskaflar „Vesalinganna” eftir Dumas gerast í Digne.

Grenoble er meðal mestu háskólaborga í Evrópu auk þess að vera mjög vinsæll vetraríþrótta- og ferðamannastaður.  Á 19. öld hófst þar beizlun fallvatna til raforkuframleiðslu fyrst í heiminum og iðnþróun hefur staðið óslitið síðan.  Þar er stundaður elektrónískur málmiðnaður, efnaiðnaður, þungaiðnaður og kjarnorkurannsóknir.  Upplagt er að fara með svifbraut frá Quai Stephane Jay (bílastæði) yfir ána til Fort de la Bastille uppi á háum kletti (475 m), þar sem er veitingastaður og gott útsýni til Mont Blanc í norð-austri.  Ólympíukeppni á skautum var haldin þar árum 1964 og vetrarólympíuleikar árið 1968.

Vienne.  Þar eru galló-rómverskar minjar, hof Ágústusar og Livíu, rómverskur bogi og leikhús, sem enn þá er notað við hátíðleg tækifæri.  Kirkja frá 12. - 15. öld (rómönsk/gotnesk).  Tvær brýr yfir Rhône.  Á hinum bakkanum hafa tvö stór galló-rómönsk einbýlishús verið grafin upp.  Eitt fínasta og frægasta (dýrasta) veitingahús í heimi Pyramide, nefnt eftir rómverskum pýramída í grennd við þau.

Lyon er önnur stærsta borg Frakklands með u.þ.b. 1 milljón íbúa.  Borgin er fræg fyrir góðan mat og aldagamlan silkiiðnað.  Auk vefnaðar eru ýmsar aðrar iðngreinar stundaðar í Lyon, s.s. efna- og járniðnaður og framleiðsla stórra bifreiða.  Háskóli, sem einbeitt er að læknavísindum, fræg árleg vörusýning og fullkomin íþróttaaðstaða.  Mestan hluta framfara í Lyon á 20. öld má þakka eldmóði borgarstjóra róttækra, Edouard Herriot.  Lyon hefur verið hernaðarlega mikilvæg frá örófi alda vegna legu sinnar við ármót Saone og Rhône.  Húsin meðfram Rhône á eystri hluta tungunnar eru frá 16. og 17. öld og voru í eigu efnaðra silkikaupmanna.  place Bellecour er eitt stærsta torg Frakklands.  þar er stytta af Lúðvík 14. á hestbaki.  Ráðhúsið er að hluta til frá dögum Lúðvíks 13.  Beint yfir inngangi þess er lágmynd af Hinrik 4. á hestbaki.  Place des Terraux er framan við ráðhúsið með fögrum hestum skreyttum gosbrunni.  Þúsundir borgara voru hálshöggnir þar í stjórnarbyltingunni 1789, þar eð íbúar Lyon voru andsnúnir jakobínum á mörgum sviðum.  Place des Terraux er á miðri tungunni, þar sem Rómverjar létu grafa skurð til að tengja árnar tvær.  Eitt rómversku leikhúsanna í Lyon er enn þá notað á árlegri listahátíð við sýningar á sorgarleikjum.  Rómverska virkisborgin Lugdunum var á hæð.  Hún var höfuðborg hinnar rómversku Gallíu.  Hún stóð á mikilvægum ármótum og þaðan lágu vegir til allra átta.

Macon er hæglát og dafnandi borg á vesturbakka Saone, þar sem hún er u.þ.b. 200 m breið.  Brúin er endurnýjað 14. aldar mannvirki.  Við borgarenda brúarinnar eru breiðir bakkar og gamlir vínkjallarar.  Macon er viðskiptamiðstöð vínhéraðsins Maconnais.  Franska ljóðskáldið og rithöfundurinn Lamartine fæddist hér 1790.

St. Paul var að mestu endurbyggt árið 1537 (Francois I) á hæðartoppi við ána Var.  Umgirt virkisveggjum.  Vinsælt meðal ferðamanna vegna þess, hve auðvelt er að komast að því og hversu margt þar er að sjá.  Góð veitingahús.  Virkisveggir standa enn óhaggaðir og útsýn til sjávar og fjalla er einstæð.  Veggirnir eru frá 16. öld.  Eftir 1918 varð St. Paul vinsælt meðal listamanna og er enn þá.  Afleiðing þess er m.a. geysigott safn nútímalistar, sem var grundvallað af eiganda Colombe d'Or, sem sýndi þessari list mikinn áhuga.  Þar má finna verk eftir Utrillo, Dufy, Matisse, Picasso og Léger.  Ýmiss konar nútímalist er einnig að finna í Fondation Maegt, höggmyndir o.fl. auk þess byggingar, sem eru mjög umdeildar.  Niðurröðun verkanna verka mjög sterkt á áhorfendur, jafnvel þá, sem eru ekki aðdáendur nútímalistar.  Í þorpinu stendur kirkja frá 12. - 13. öld, sem var endurbyggð á 17. öld.  Þorpið er lokað bílaumferð og leggja verður bílum norðan við það.

Vence er lítið þorp, líkt St. Paul.  Listamannabær, sem hýsti eitt sinn paul Valéry, Dufy og Soutine.  Blómaskrúð mikið, s.s. rósir, nellikur, mímósur o.fl.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM