Karíbasvæðið, Karíbahaf,
 

Hvað er klukkan? Leit í Britannica .

KARÍBASVÆÐIÐ


 

.

Ferðavísir Allt um Ísland


Utanríkisrnt.


Tollfríðindi ferðamanna

Móttaka ferðamanna, sem hefur orðið æ mikilvægari á eyjum Karíbahafsins, einkum hinum minni, hefur breytt lífi og siðum íbúanna vegna aukins mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir efnahag þeirra.  Helzta aðdráttarafl þeirra eru andstæður sjávar og lands, hitabeltisnáttúran og litskrúðugt og fjölbreytt mannlíf.

Gestirnir, sem sjá grózkumikinn hitabeltisgróður, pálmum prýddar sandstrendur, tæran og hlýjan sjóinn og stór kóralrif, verða fyrir rómantískum hughrifum.  Menning eyjaskeggja, sem vaxin er upp úr aldalangri nýlendukúgun, á líka sinn þátt í þeirri tilfinningu. Hafa verður í huga, að Vestur-Indíur eru alls ekki eins.  Stjórnmálaástand er mjög mismunandi og stundum flókið og einnig viðskiptahættir, þannig að félagslegar aðstæður og menning íbúanna er breytileg milli ríkja og eyja.

B
ermúdaeyjar tilheyra ekki eyjunum í Karíbahafi.  Þær hétu áður Somerseyjar og liggja í Vestur-Atlantshafi (u.þ.b. 150 litlar eyjar).  Spánverjinn Bermúdez fann þær og Bretar settust þar að snemma á 17. öld.  Þær urðu brezk nýlenda árið 1684 með stjórnarsetri í Hamilton.

Karíbaeyjarnar eru náttúruleg mörk á milli Ameríska Miðjarðarhafsins eins og Karíbahaf er oft nefnt og Atlantshafsins.  Þær eru umluktar hlýjum sjó allt árið.  Hitastig yfirborðssjávarins er 24°- 29° eftir árstíðum.  Hafstraumar frá miðbaug liggja inn í Karíbahafið sunnanvert.  Yfir vetrarmánuðina, þegar þurrast er, nær straumhraðinn 2-3 km hraða.  Þessi yfirborðsstraumur liggur um sundið milli Yukatanskagans og Kúbu og austur úr Karíbahafi út í Atlantshafið á nýjan leik (3,7 km).  Á tímum seglskipanna nýttu sæfarendur sér þessa strauma, þannig að skip, sem komu frá Evrópu, sigldu inn í Karíbahaf á milli Vindeyja syðri og út úr því á Flórídasundi.  Nútímasæfarar verða að taka full tillit til þessara strauma, þar sem mikið er um sportsiglingar.  Einnig verður að hafa fulla gát á sjóræningjum, sem gera talsverðan usla á þessum slóðum.  Munur á flóði og fjöru er mjög lítill, 0,2 - 0,4 m.

Landgrunn er talsvert, s.s. í grennd við Bahamaeyjar (20m), Kúbu og Trinidad.  Þar var þurrlendi áður en sjávarstöðubreytingar urðu í kjölfar ísaldarloka.  Annars staðar er um mikil hafdýpi að ræða, 4000 - 5000 m, eins og Caymanálinn, sem nær frá Hondurasflóa að Windwardssundi milli Kúbu og Hispaniola (7250m).  Mesta dýpi er utan Antileyja í Puerto Ricoálnum, 9540m.  Jarðskorpan er þynnst, þar sem dýpi er mest, og þar verða oft jarðskjálftar.

Golfstraumurinn veldur mestu dreifingu kóraldýra í Atlantahafinu eins og bezt kemur í ljós á Bermúdaeyjum.  Mengun sjávar af völdum hótela, iðnaðar og borpalla veldur í auknum mæli dauða þessara dýra og dregur verulega úr uppbyggingu kóralrifja, sem minnka smám saman og draga þannig úr vernd eyjanna gegn brimi og lífríki sjávar raskast og verður fátæklegra.

Stórar og smáar kalksandstrendur er að finna á flestum Karíbaeyjum.  Grunnsævið undan þeim hitnar verulega meira en yfirborðið utar.  Þar sem kalkklettar standa í sjó fram veðrast landið og afurðirnar berast inn á grunnsævið, þannig að strendurnar stækka að meðaltali.
.

ANGUILLA
ANTIGUA og BARBUDA
ARUBA
BAHAMAEYJAR
BARBADOS
BERMÚDAEYJAR
BONAIRE
CARTAGENA
CANCÚN
CAYMANEYJAR
COZUMEL
CURAÇAO
DOMINICA

DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ
GRENADA
GUADELOUPE
HAITI
ISLA MUJERES
ISLA CONTOY
JAMAICA
.
JÓMFRÚAREYJAR
KÚBA
MARTINIQUE
MONTSERRAT
NAVASSAEYJA
PETEREYJA
PUERTO RICO

ROATÁN
SABA
SAN ANDRÉS- 
Y PROVIDENCIA

SAN BLAS
SINT EUSTATIUS
SAINT KITTS og NEVIS

ST. LUCIA
ST. MARTIN
ST. VINCENT 
& GRENADINEEYJAR
TRINIDAD & TOBAGO
TURKS- & CAICOSEYJAR
ÝMISLEGT UM KARÍBASVÆÐIÐ og JÖRÐINA
ALMENNAR UPPLÝSINGAR
KARÍBAEYJAR
BEZTI FERÐATÍMINN
DÝRARÍKIÐ
FLÓRAN
FRÆGT FÓLK
ÍBÚAR
LANDSLAG
LANDFRÆÐILEG LEGA
LOFTSLAG
SAGAN
KALYPSÓTÓNLISTIN
SUÐURLANDAKVILLAR
LÖND JARÐAR
ÝMISEGT UM JÖRÐINA

NÝLENDUR og VERNDARSVÆÐI

TÖLFRÆÐI og FRÉTTIR af ÍBÚUM KARÍBASVÆÐISINS

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM