Jamaica
tilheyrir Stóru-Antilleyjum.
Stjórnarskrárbundið einveldi í Brezka samveldinu.
10.991 km2. 2,4 millj. íbúa.
Höfuðborgin er Kingston.
Tungumál enska og patois.
Hluti USA með heimastjórn.
Hvítar
sandstrendur gera Jamaica að einni fegurstu eyju Karíbahafsins.
Þar er hægt að liggja í sólbaði, synda, sigla, renna sér á
sjóskíðum og kafa og líka að stunda golf og tennis og ríða út.
Skoðunarferðir bjóða upp á fallegt landslag, sykurreyrekrur,
rommbrennslur, gönguferðir í Bláfjöllum, gúmmítuðru-siglingar á
ám og markaði innfæddra, sem eru mjög litríkir og skemmtilegir.
Hingað sækja margar kvikmyndastjörnur, iðnjöfrar og hefðarfólk
á lystisnekkjum.
Fyrrum, þegar Ian Fleming sótti hingað dægradvöl á sjöunda
áratugnum, áttu fáir aðrir en ríka fólkið kost á að njóta
lystisemda eyjarinnar, en núna
er
fjöldaferðamennskan
orðin að einni
helztu
efnahagsforsendu
Jamaica.
Síðan
þá hafa orðið
miklar breytingar, einkum á stjórnmálasviðinu.
Ríka fólkið á sér þó enn þá athvarf í lúxushótelum á
norðurströnd eyjarinnar.
Ódýrari hótel eiga víða aðgang að strönd og eru vel búin
til gestamóttöku. Jamaica (11.424 km2) er þriðja stærsta eyja (Kúba,
Hispaniola) Stóru-Antilleyja.
Hún liggur u.þ.b. 150 km sunnan Kúbu og er fjöllótt, Bláfjöll
eru allt að 2300m há. |