Karíbahaf Jamaica Port Antonio,
Flag of Jamaica

Booking.com


PORT ANTONIO
JAMAICA

.

.

Utanríkisrnt.

Port Antonio er í 0-150 m.y.s.  Fallegur bær með tveimur náttúrulegum höfnum á iðjagrænni norðurströndinni.  PA er aðalborg héraðsins Portland.  Þar var fyrrum flutt mikið út af banönum en nú er mest byggt á ferðaþjónustu.  Spánverjar stofnuðu þennan hafnarbæ.  Hafnirnar eru kallaðar austur- og vestur-hafnir.  Þær eru girtar hæðóttu landslagi.  Hér lenti Bligh skipstjóri árið 1793 og flutti með sér fyrstu brauðaldinin frá Tahiti.

Skoðunarverðir staðir
*Fort George (18. öld) stendur á hóli á nesinu Titch Hill á milli hafnanna.  Þaðan er fallegt útsýni, m.a. út á Navyeyju, þar sem er útivistarsvæði og bátaleiga.
Dómshúsið (18. öld) og sóknarkirkjan
(19. öld) eru í nýlendustíl.

Oliver Park og Carder Park eru við suðurhluta Austurhafnar.  Tveir fagrir garðar.  Meðfram Vesturhöfn eru lítil iðnfyrirtæki og skipasmíðastöð.

Folly er nes, sem afmarkar Austurhöfn til norðausturs.  Þar eru rústir Folly Great House, húss, sem bandaríski milljónamæringurinn Alfred Mitchell lét reisa 1906.  Það hrundi á fjórða áratugnum.

Umhverfi Port Antonio
Baðstrendur
.
  Austan bæjarins eru mörg lúxushótel við stórkostlegar strendur, þ.á.m. er *Frenchman's Cove.

*Blue Hole er smávík með þröngu viki, sem tengir hana hafinu.  Sjórinn í henni er fagurblár og stingur í stúf við safagrænt umhverfið.

*Nonsuch Caves eru suðaustan PA í Seven Hills of Atheny (plantekrur).  Þar finnast steingervingar sjávardýra og plantna auk stórkostlegra dropasteina.  Leðurblökur búa í hellunum.

Berrydale er sunnan PA.  Þar er upphafsstaður flekaferða á Rio Grande.  Bandaríski kvikmyndaleikarinn Errol Flynn er sagður vera upphafsmaður þeirra.  Þessar siglingar taka 2-3 klst og eru iðkaðar á bambusflekum, sem voru fyrrum notaðir til að flytja banana til strandar.  Rio Grande er stærsta á Jamaica.  Siglt er um hitabeltisskóg og fagurt landslag til Margret Bay vestan PA.

Ferðir frá Port Antonio
Frá PA til Hector's River (84 km).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM