Ocho
Rios er á norðurströnd Jamaica.
Hæð yfir sjó 0-20m. Íbúafjöldi
11.000. Bærinn var fyrrum
einungis lítil fiskihöfn, sem þróaðist í fjölsóttan ferðamannastað
eftir byltinguna á Kúbu. þangað
sækja mest ferðamenn frá N.-Ameríku.
Bærinn stendur við fagran hálfhringlaga flóa, þar sem
stangast á heilsubótarstaður og útskipunarhöfn fyrir báxít, en báxítryk
og mikil umferð flutningaskipa ógnar ferðaþjónustunnar á staðnum.
Skoðunarverðir
staðir
Nýlendubyggingar. Geddes Memorial kirkjan og Anglican kirkjan eru lítið eitt
utan borgarinnar að sunnanverðu.
Verzlunarhverfið er Pineapple Place.
The
Ruin.
Vestan borgarinnar er fallegt útivistarsvæði í kringum kalkúrfellingarsvæði
Edenfossanna. Listrænar
byggingar þar eru í stíl við hús á nýlendutíma Spánverja.
Ferðir
frá Ocho Rios
Frá
Ocho Rios til Port Maria (hringferð 111 km).
Frá
Ocho Rios um Discovery Bay (hringferð 142 km). |