Karíbahaf Jamaica Kingston,
Flag of Jamaica

Booking.com


KINGSTON,
JAMAICA

.

.

Utanríkisrnt.

Kingston er í 0 - 250 m.y.s.  Höfuðborg, viðskiptaleg og menningarmiðstöð eyríkisins.  Þar er háskóli og katólskur erkibiskup.  Borgin er á austanverðri suðurströndinni við sjöundu stærstu náttúrulegu höfn heimsins.  Hún var stofnuð árið 1693 í grennd við höfnina Port Royal, sem eyðilagðist í jarðskjálfta.  Á sjöunda áratugnum var 14 km löng landræma í skjóli "Palisadoes"-höfðans lögð undir hafnarsvæðið.  Þar að auki þenur borgin sig út fyrir fyrri mörk, allt að hlíðum Bláfjalla.  Það, sem einkum minnir á nýlendutímann eru sjóræningjahöfnin Port Royal, sunnan Kingston, og ensku herragarðarnir í fögrum görðum.  Port Royal eyðilagðist í jarðskjálfta árið 1692 og sökk að mestu í sæ.  Verzlunarhverfið hefur á síðari árum verið endurreist og höfnin stækkuð.

Norðan gamla borgarhlutans, sem orðinn er að fátækrahverfi og mikil þörf er á að endurreisa, hefur risið nýtt verzluna- og viðskiptahverfi með mörgum háhýsum.

Við borgarmörkin, í grennd við ríkramannahverfin, hafa myndast hverfi þeirra, sem hafa flúið frá höfuðborginni, og kölluð eru „Shanty Towns"

Árið 1693 stofnuðu Bretar borgina á Liguaneasléttunni, þar sem arawakar bjuggu fyrir, og gerðu hana að gildandi hafnarborg í stað Port Royal, sem eyddist árinu áður.  Borgin þróaðist og stækkaði allt fram á 19. öld, þegar stöðnun varð.  Árið 1870 tók Kingston við hlutverki höfuðborgar af Spanish Town, sem liggur inni í landi.  Þetta aukna hlutverk borgarinnar ásamt langningu járnbrautar til Montegoflóa varð ekki hvati framfara og vaxtar hennar.  Árið 1871 voru 29.000 íbúar í Kingston.  Árið 1907 hrundu stórir hlutar hennar í jarðskjálfta.  Eftir endurbygginguna árið 1921 bjuggu 63.000 manns í borginnin.  Síðan hefur íbúum fjölgað hratt.  Árið 1943 >200.000, 1960 u.þ.b. 377.000.

Frá miðjum áttunda áratugnum hafa pólitískar óeirðir og uppþot sett mark sitt á borgina, sem ollu miklum blóðsúthellingum til loka Manleytímans og enn þá er ekki komin ró á.

Um langan aldur hefur Kingston vaxið mest borga Vestur-Indía.  Nú búa í borginni >500.000 íbúar og verulegur hluti þeirra eru flóttamenn frá öðrum eyjum í leit að betri lífsskilyrðum.  Flest þetta fólk kemur alsnautt og eitt sér, en fjölskyldur þess kemur síðar.  Það kemur sér fyrir í fátækrahverfi gömlu miðborgarinnar, þar sem andrúmsloftið er mjög eldfimt og viðkvæmt, eða í fátækrahverfum í úthverfunum, Shanty Towns.  Nú búa u.þ.b. 50% allra íbúa Jamaica í Stór-Kingston.  Aðstreymi fólks til Kingston veldur miklum vandræðum, þar sem ekki er hægt að skaffa öllum vinnu og húsnæði.

Rúmlega 30% íbúa borgarinnar búa í fátækrahverfum.  Þegar fyrir árið 1970 voru 36.000 í búar á km² í gömlu miðborginni, þar sem ekki er á nokkurn hátt hægt að byggja eðlilega hreinlætisaðstöðu fyrir íbúana.  Atvinnuleysið veldur vonleysi og afbrotum, sem hafa vaxið mjög.  Ferðamenn verða oft fyrir barðinu á glæpamönnum.  Ríkisstjórnin reynir að beita ýmsum ráðum til að draga úr spennu milli hinna ríku og fátæku.  Þar vegur líklega iðnvæðingin úti á landi þyngst, því að hún dregur úr streymi fólks til þéttbýlisins.  Þá er og unnið að mikilli endurreisn og stækkun hafnarinna í borginni og reynt að skapa eins mörg atvinnutækifæri og unnt er.

Miðborgin
Hafnargatan
,
Harbour Street, er aðalverzlunargatan.

*Heimilisiðnaðarmarkaðurinn við vesturjaðar strandlengjunnar er einn hinn athyglisverðasti við Karíbahaf.  Þar er að finna alls konar listmuni úr tré og stráum, romm og hljómplötur með tónlist innfæddra.

King Street
er norðuröxull borgarinnar.  Þar eru líka margar verzlanir en fátækrahverfið er að festa þar rætur líka.

*Institute of Jamaica er skammt austan stjórnsýslubygginganna (East Street 12).  Vísinda- og listvinir stofnuðu IoJ árið 1970.  Þar er að finna náttúrugripa- og byggðasafn, bókasafn og athyglisvert listasafn, þar sem einkum er að finna verk innfæddra.

Viktoríugarðurinn er við norðurenda King Street.  Þar  er að finna minnismerki freslishetjanna  Normans Manley og Alexanders Bustamante.
Sóknarkirkjan stendur sunnan við garðinn.  Hún var byggð 1910 á grunni eldri kirkju, frá 1695.  Inni í henni eru nokkrir fagrir grafsteinar frá 19. öld.

Cokekirkjan er meþódistakirkja austan við garðinn.

Wardleikhúsið er norðan við garðinn.  Það er stærsta leikhús eyjarinnar.  Það var skírt eftir stærsta rommframleiðanda eyjarinnar.

Gordon húsið stendur skammt na garðsins.  Það heitir eftir William George Gordon, frelsishetju, sem uppi var um miðja 19. öld.  Síðan 1960 hefur það verið stjórnarbygging.

Höfuðstöðvarnar (Headquarters House) stendur andspænis Gordon húsinu.  Það er gott dæmi um nýlendustíl 18. aldar.  Síðan 1870 hefur ríkisstjórnin haft þar aðsetur.
Synagógan er lítið eitt norðar.  Hún er eina guðshús gyðinga á eyjunni.  Í litla kirkjugarðinum eru grafsteinar frá 16. og 17. öld.  Á tímum Spánverja settust þarna að nokkrir gyðingar. 

Holy Trinity.  Aðeins vestar, við North Street stendur rómversk-katólsk kirkja, kirkja heilagrar þrenningar, kúpulbygging úr steinsteypu. 

Hetjugarðurinn er við norðurjaðar innborgarinnar.  Hann er 30 ha stór og var áður veðhlaupabraut.  Þar eru fallegir gróðurreitir, leikvellir og minningareitir, þar sem þekktra manna er minnst, s.s. Simons Bolivars.

Trench Town.  Vestan garðsins er eitt fátækrahverfa borgarinnar.

Nýja Kingston
Hinn nýtízkulegi hluti Kingston er norðan Hetjugarðsins.  Þar er að finna fyrstu háhýsi eyjarinnar og þar er nútímalegt verzlunarhverfi með peningastofnunum, íbúðahverfum, stórfyrirtækjum, hótelum o.fl.

Up Park Camp.
  Á milli Hetjugarðsins og miðhluta Nýju-Kingston er stórt svæði, þar sem eru ýmiss konar opinberar stofnanir, skólar og menningarstofnanir, þ.á.m. Karíbaleikhúsið, Litla leikhúsið, Mico þjálfunarskólinn og verklega menningarmiðstöðin.  Þar er einnig þjóðarleikvangurinn, þar sem sjálfstæðishátíð eyjarinnar var haldin í ágúst 1962.

Devon húsið er á  gatnamótum Hope- og Waterloo Road.  Það er enskur herragarður frá 19. öld, sérstaklega glæsilegt í georgískum stíl.  Einn fyrsti þeldökki milljónamæringur Vestur-Indía átti það.  Hann lét skreyta það ríkulega og byggja herbergin í mismunandi stílgerðum.  Nú                 er Devon húsið í eigu ríkisins og þar er að finna ýmsa þjóðlega listmuni.  Reglulega er skipt um sýningar.  Afríkusafnið er athyglisvert.  Þrisvar í viku er boðið upp á jamaísk kvöld í húsinu.  Þar eru líka verzlanir og veitingasalir.

Jamaica húsið stendur skammt na í stórum og fallegum garði.  Það er bústaður forsætisráðh. King's húsið er í stíl frá dögum Önnu drottningar, byggt 1694.  Fyrrum var það bústaður brezku landstjóranna.

St. Andrew's sóknarkirkjan stendur u.þ.b. 1 km sv Devon hússins á horni Hagley Park Road og Eastwood Park Road.  Það er falleg bygging, sem hefur orðið að endurbyggja oft vegna jarðskjálfta.  Athyglisverðast þar eru velvarðvettir grafsteinar frá 17. öld.

Mona
* Grasagarðurinn er norðan við háskólasvæðið.  Hann er á landi fyrrum plantekru.  Þar er að finna mjög fjölbreyttan gróður frá V.-Indíum.  Einkum eru þar margar tegundir orkidea.  Þar er líka lítill dýragarður.

Umhverfi Kingston 
**Port Royal er yzt á höfðanum.  Hægt að komast þangað á bát frá Kingston, bryggju 2.  Bærinn, sem eyðilagðist og sökk að hluta í sæ árið 1692, var lastabæli og sjóræningjahöfn.  Reynt var að byggja hann aftur upp, en eldsvoðar og stórviðri hafa komið í veg fyrir það.

Fort Charles er eitt fárra mannvirkja, sem varðveitzt hafa.  Það er á suðvesturhluta skagans og var byggt árið 1660 til varnar gegn árásum Spánverja og Frakka.  Afturþilfar skips Nelsons flotaforingja og nokkrar upprunalegra fallbyssna eru athyglisverðar.

St. Peter's kirkjan frá 18. öld var byggð sem eftirmynd Kirstkirkju, sem sökk í sæ.  Í henni er patína, sem Henry Morgan fyrrum  landstjóri gaf henni.

Spítali sjóhersins er nú fornminjasafn, þar sem varðveittar eru minjar úr rústum Port Royal, bæði ofansjávar og neðan.  Þar er líka fjársjóðssafn úr bænum.  Fólki gefst kostur á að kafa um sokkna hlutann og kynnast honum þannig (Morgan Harbour Yacht and Beach Club).  Verið er að grafa upp hluta af borgarmúrunum, sem eru ofansjávar.
National Trust Tower.  Þaðan er gott útsýni yfir Kingstonhöfn.

Lime Cay.  Suður af Port Royal eru margar kóraleyjar.  Lime Cay er þekktust þeirra.  Þar er góð og falleg baðströnd.  Þangað eru daglegar ferðir með bátum frá Kingston og Port Royal.

Ferðir frá Kingston
Frá Kingston um Spanish Town til Mandeville (hringferð 258 km).
Frá Kingston um Bláfjöll (hringferð 83 km).
Frá Kingston til Port Morant (hringferð 153 km).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM