Cozumel
er eyja, 15 km fyrir utan austurströnd Yukatan-skagans.
Hún tilheyrir Quintana Roo í Mexíkó.
Höfuðstaðurinn er San Miguel de Cozumel.
Stærðin er 470 km² og íbúafjöldinn 58.000.
Cozumel
er 47 km löng og allt að 10 km breið og þar með ein stærstu eyja
Mexíkó. Hún er aðallega
úr kalki og er mjög þurrlend vegna eyðingar skóga.
Þar er nú að mestu hitabeltisrunna-gróður að finna.
Nokkrar frábærar baðstrendur eru girtar pálmalundum.
Ferðaþjónustan hefur verið stunduð þar allt frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Kóralrifin
umhverfis eyjuna voru paradís kafara þar til fyrir skemmstu.
Flugsamgöngur
milli Mexíkóborgar, Cancún og San Miguel.
Ferjur frá Playa del Carmen og Puerto Morelos og skíðabátar
frá Cancún til San Miguel.
Cozumel
hét áður Ah-cuzamil á máli maya (Svöluland).
Eyjan var mayum mikilvæg á tímabilinu 1000-1200 e.Kr.
Hún var austlægust í ríki þeirra og helgidómur rísandi sólar.
Samkvæmt heimildum mun Cozumel hafa verið hliðið að
meginlandinu fyrir margar ættkvíslir maya, sem fluttust þangað.
Eyjan var, líkt og Izamal, mikilvægur pílagrímastaður til
heiðurs gyðjunnar Ix-chel. Þessi
frjósemisgyðja var verndari fæðingarinnar, læknisfræðinnar og
vefnaðar-listarinnar. Sem
mánagyðja og eiginkona Itzamná, æðsta guðsins (sólarguðsins) var
hún mikils metin í trúarbrögðum mayanna á Yukatanskaganum.
Ix-chelhelgistaðirnir nutu sérstakra vinsælda meðal
mayakvenna.
Juán
de Grijalva kom fyrstur Spánverja til eyjunnar árið 1518 og árið
eftir kom Hernán Cortés. Árið
1527 kom Francisco de Montejo í þeim tilgangi að leggja undir sig
Yukatan-skagann frá eyjunni. Sagt
er að íbúafjöldi eyjunnar hafi verið 40.000, þegar Cortés lenti.
Á
17., 18. og 19. öldum var eyjan einkum griðastaður sjóræningja
(Henry Morgan, Laurent de Graff, Long John Silver og Jean Lafitte). Á seinnihluta 19. aldar flykktust margir flóttamenn til
Cozumle frá meginlandinu vegna stríðsátaka þar.
Gamli bærinn San Miguel var rifinn í seinni heimsstyrjöldinni
og þar var komið fyrir bandarískri herstöð fyrir flugherinn. Í september 1988 gjöreyddi fellibylurinn Gilbert eyjunni.
Fellibylurinn Vilma lék
Cancún og Conzumel grátt 22. október 2005 og hélt síðan áfram yfir
Kúbu og suðurhluta Flórída dagana á eftir. |