Mexíkó Conzumel skoðunarvert,

Booking.com


CONZUMEL
Skoðunarverðir staðir
MEXÍKÓ

.

.

Utanríkisrnt.

San Miguel de Cozumel er höfuðstaður eyjunnar á norðvesturströnd hennar.  Þar er athyglisvert minjasafn um sögu hennar og náttúrugripasafn, sem byggist að mestu á neðansjávarlífinu.

*Baðstrendur.  Vinsælustu og fallegustu baðstrendur eyjunnar eru Playas San Juán og Pilar á norðvesturhlutanum og playas San Francisco, Santa Rosa og palancar á suðvesturhlutanum.  Á austurhlutanum, sem snýr að Karíbahafi (Varúð!  brim og hættulegir straumar), eru Encantada, Hanan, bonita, Punta Morena, Chen Rio og Chiqueros.

Chankana-blónið (mayamál = Litlisjór) er vinsæll áfangastaður 7 km sunnan San Miguel og er tengt hafinu um náttútulegt neðanjarðarkerfi.  Vatnið er tært og vinsælt til baða og köfunar.  Þar er fjölskrúðugt dýralíf.  Við lónið hefur verið ræktaður lystigarður.
Isla de la Pasión
er fyrir norðurströndinni.  Hún hefur verið lýst verndarsvæði fyrir villt dýr.

*Palancar-rifið er meðal vinsælustu köfunarstaða, þrátt fyrir að sjávarlífi hafi hrakað vegna þess, hve kafarar hafa veitt ótæpilega með skultubyssum.  Rifið er fyrir suðvesturströnd eyjunnar.  Það rís af 80 m dýpi alla leið upp að yfirborði.  Á 17 m dýpi stendur Kristslíkneski úr   bronzi, sem á að veita köfurunum vernd.  Aðrir vinsælir staðir til köfunar eru við San-Francisco-, Paraiso-, Columbia- og Maracaiborifin og Santa Rosaveggurinn.

Maya-rústir hafa fundizt á a.m.k. 30 stöðum á eyjunni en fáar þeirra hafa verið rannsakaðar svo nokkru nemi og engar þeirra lagfærðar eða endurreistar.  Þær, sem er erfiðast að komast að í frumskóginum, eru alls ekki athyglisverðastar, heldur Ix-chelhofið við San Gervasio, 16 km frá San Miguel.  Það var hið allra heilagasta á eyjunni og miðstöð helgihalds og takmark  pílagríma.  Þangað er hægt að aka alla leið.  Í grenndinni eru rústir Santa Rita.  Fleiri rústir er að finna á norðurhlutanum við Santa Pilar, á norðausturhlutanum við Castillo Real (stærsta mannvirki maya á eyjunni), á suðausturhlutanum við Buenavista og á suðurhlutanum við El Caracol.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM