Karíbahaf Aruba,
Flag of Netherlands

ORANJESTAD . . Meira

ARUBA
.

.

Utanríkisrnt.

Aruba er ein af Litlu-Antilleyjum (Hléeyjum) og tilheyrir Hollenzku-Antilleyjum.  Flatarmálið er 193 km².  Höfuðstaðurinn er Oranjestad og talaðar tungur eru hollenzka, enska og spænska. Reglulegar flugsamgöngur við Curaçao, Bonaire, Sint Maarten (allar Holl.-Ant.), Port-of-Spain (Trinidad), San Juan (Puerto Rico), Caracas, Maracaibo (báðar í Venezuela), Miami og New York (báðar í USA) og Amsterdam (Holl.). Nokkur skemmtiferðaskip koma reglulega til Oranjestad.  Ferjur til Curaçao og Bonaire og Punto Fijo í Venezuela.

Aruba er vestust Hollenzku-Antilleyjanna á milli 12° - 13°N og á 70°V í mynni Venezuelaflóa og í útjaðri Maracaiboflóans í Venezuela, þar sem finnst mikil olía undir sjávarbotni.  Aðeins 32 km skilja norðurströnd Suður-Ameríku og Aruba að.  Eyjan er 31 km löng og mest 9 km breið.  Hvítar baðstrendur, ýmsar vatnaíþróttir og góð hótel hafa gert eyjuna eftirsóknarverða fyrir ferðamenn.

Þjóð þessi er reyndar sambland af Evrópufólki, spænskumælandi innflytjendum frá Venezuela, indíánum og blámönnum.  Falleg blanda af elskulegu fólki, sem tekið hefur ástfóstri við eyjuna sína.  Arubar tala sitt eigið tungumál, papiamento, sem er bland af tungum þeim öllum, sem þjóðabrotin töluðu fyrir fyrir samblandið.  Flestir tala líka hollenzku og margir ensku.  Þegar þeir bjóða gesti sína velkomna, segja þeir á eigin tungu: „Bon bini".

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM