Oranjestad Aruba Karíbahaf,
Flag of Netherlands


ORANJESTAD
ARUBA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Oranjestad er höfuðstaður eyjarinnar með u.þ.b. 20.000 íbúa.  Hann stendur við Pardenbaai og er að mestu í hollenzkum nýlendustíl, en inn á milli eru spænsk hús með svölum, inngörðum og háum járngirðingum.  Tákn borgarinnar er gamall viti, kenndur við Willem III Toren, sem var hluti af Zoutmanvirkisins (1797).

*Schoonermarkaðurinn er litríkur, fljótandi markaður, þar sem venezuelskir sölumenn selja fisk, grænmeti og ávexti úr litlu bátunum sínum.

*Wilhelminagarðurinn.  Við Lloyd G. Smith breiðgötuna, sem kennd er við fyrrum framkvæmdastjóra Lago-olíuhreinsunarstöðvarinnar, eru margar stjórnarbyggingar og Wilhelminagarðurinn, sem gerður var í tilefni heimsóknar Júlíönu drottningar og Bernhards prins árið 1955.  Hann er glæsilega prýddur alls konar hitabeltisplöntum (hibiskus, orkideum, frangipani o.fl.) og marmarastyttu af Wilhelmínu drottningu eftir Arnoldo Lualdi.

Nassaugata er aðalverzlunargatan, þar sem hægt er að kaupa alls konar vörur tollfrjálst.  Meðal áhugaverðra húsa er gamla mótmælendakirkjan, Beth Israel synagógan og menningarmiðstöðin (hljómleikar, þjóðlagaflutningur, sýningar) í suðausturhluta borgarinnar.

Ferð frá Oranjestad til Sint Nicolaas.
Ferð frá Oranjestad til Boca.
Ferð frá Oranjestad til Druif.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM