Náttúrufar.
Aruba ásamt
nærliggjandi eyjum, Curaçao og Bonaire, tilheyra jarðfræðilega smáeyjakeðjunni
norðan Venezuela. Upprunalega
hálendið er flatöldótt og ofan á það hafa bætzt krítar/kalklög
við hærri sjávarstöðu á kvarter-tíma.
Um leið og land reis, komu í ljós kóralrif og set.
Yngri kóralrifin undan suðurströnd eyjarinnar eru mjög skjólgóð
fyrir skipaumferð.
Aruba
er hróstrug
eyja að mörgu leyti, klettótt og sendin og jarðvegurinn er ekki sérstaklega
frjósamur. Norðausturströndin
er brimasöm og þar er mikið grjót og nöturlegt um að litast.
Hinum megin á þessari löngu og mjóu eyju er aftur á móti
himnesk strandlengja með sjóhvítum, unaðslegum fjörum.
Sandurinn er fínkornóttur eins og sykur og sjórinn er blágrænn
og volgur.
Fuglalíf
er
fjölskrúðugt á Aruba en enn þá meira á Bonaire, sem kölluð er
paradís fuglaskoðara. Þar
er m.a. að finna 5000 bleika flamingóa.
Gróður. Mest
ber á þurrlendisgróðri í landslaginu, fjölda tegunda kaktusa (furðulegir
risakaktusar) o.fl. Einkennisplanta
eyjarinnar er dividivitréð, sem vex villt og hallar krónu sinni í átt
á móti suðvestan staðvindinum.
Tréð var mikilvægt áður fyrr vegna mikils tannínsinnihalds
hins gula aldinkjöts (tannín var notað sem sútunar- og litunarefni
í leðuriðnaði þar til gerviefni komu í staðinn).
Ræktun koschenilllúsa á opuntíuplöntum lagðist líka af (þetta
eru skjaldlýs, sem gefa frá sér rauðan lit, sem notaður var til
litunar). Þarna er líka
kwihitréð, sem stendur af sér alla storma og er meða jafna og
fallega krónu. Það er
sagt vera tákn fyrir stolt Arubaþjóðarinnar.
Loftslagið
er þurrt og heitt. Ársmeðalhitinn
er u.þ.b. 27°C en hann er þolanlegur vegna staðvindarins stöðuga
úr suðvestri allt árið. Í
Oranjestad er úrkoman 400 mm á ári og mesta rignir í oktober, nóvember
og desember. Aruba liggur
utan slóða fellibylja.
Atvinnulífið.
Efnahagskreppa
ríkir eins og stendur (1989) á Aruba eftir lokun olíuhreinsunarstöðvar
Esso árið 1985 (31/3). Meðaltekjur
voru orðnar US$ 9.000.- á ári en hafa lækkað mikið síðan.
Ferðaþjónustan vegur talsvert á móti, því að tæplega hálf
milljón gesta (1993; flestir með skemmtiferðaskipum frá N-Ameríku)
koma á ári og gistirými er tæplega fyrir fleiri dvalargesti en þá,
sem vilja sóla sig þar. Nýtt
fyrirtæki um olíuhreinsunina var stofnað 1993, þannig að
efnahagurinn er óðum að skána.
Ríkisstjórnin
hefur gripið til skattaívilnana fyrir fyrirtæki, sem vilja hefja
starfsemi á eyjunni, til að stemma stigu við sívaxandi atvinnuleysi.
Þessar ráðstafanir urðu til þess að 800 ný atvinnutækifæri
sköpuðust á áttunda áratugnum.
Árið
1824 fannst gull á eyjunni en vinnslu þess var hætt 1913.
Frá árinu 1860 hefur blaðlilja (afrísk kaktustegund, kölluð
aloa) verið ræktuð og flutt til Evrópu, þar sem safinn úr henni
er notaður í snyrtivörur og meðul (græðandi safi notaður
í áburð og krem). Á
fyrri hluta 20. aldar framleiddi Aruba u.þ.b. 70% af heimsframleiðslunni
af aloasafa.
Sagan.
Frumbyggjar
eyjarinnar eru caiquetos af stofni arawaka.
Árið 1499 fann Alonso de Ojeda Aruba og helgaði hana Spáni.
Nýja herraþjóðin lét sig eyjuna litlu skipta en flutti
flesta indíánana í þrælabúðir á Hispaniola.
Á 17.öld tóku Hollendingar við yfirráðunum og árið 1643
varð Peter Stuyvesant landstjóri Hollenzku-Antilleyja.
Á 19.öld komst eyjan í hendur Breta um tíma.
Hollenzku
Vestur-Indíur eða Hollenzku-Antilleyjar er ein af þremur aðaleyjum
í þessari nýlendu Hollendinga, sem þeir hafa átt síðan snemma á
17. öldinni. Þær eru
stundum kallaðar ABC eyjar, Aruba, bonaire og Curaçao.
Sú síðastnefnda er stærst og þar búa um 140.000 manns en
ekki nema 73.000 á Aruba og um 30.000 á Bonaire.
Þegar
árið 1929 var sett upp olíuhreinsunarstöð á Aruba. Exxon (Esso) vann þar allt að 500.000 tunnum á dag og þar
voru 300 gríðarstórir tankar (rúmmál: 30 milljónir tunna). Fram til 1985, þegar stöðinni var lokað vegna þess, að
hún borgaði sig ekki, var Esso stærsti vinnuveitandinn á eyjunni.
Hollenzku-Antilleyjar
fengu takmarkaða heimastjórn árið 1954 en árið 1986 klauf Aruba
sig út úr samsteypunni og er síðan sérstakt samveldisland í
hollenzka samveldinu með eigið þing og eigin landstjórn.
Eftir
seinni heimsstyrjöldina fór hinn svokallaðir hvíti iðnaður, ferðaþjónustan,
að þróast með fjölgandi komum skemmtiferðaskipa.
Fyrsta lúxushótelið var opnað 1959.
Fyrirhuguðu
sjálfstæði allra Hollenzku-Antileyjanna var ógnað með þjóðaratkvæðagreiðslu
árið 1977 á Aruba, þar sem kom fram vilji 57% kjósenda fyrir því,
að slíta öll tengsl við Holland. Árið 1986 fékk Aruba heimastjórn
undir forustu Henry Eman forsætisráðherra.
Vegna ríkjandi efnahagserfiðleika hefur meirihluti íbúanna orðið
afhuga fullu sjálfstæði. |