Barbados
er hluti af Litlu-Antilleyjum.
Þar er þingbundin konungsstjórn í Brezka Samveldinu.
Flatarmál eyjarinnar er 431 km², íbúafjöldi er 250.000, höfuðstaður
er Bridgetown og tungumálið er enska.
Áætlunarflug
frá Atlanta, Boston, Chicago, Miami, New York, Washington, Montreal,
Toronto, San Juan, London og Frankfurt.
Eyjan er mjög vel tengd flugsamgöngum eyja á milli í Karíbahafi.
Leiguflug eftir þörfum frá ýmsum flugvöllum í Evrópu.
Nokkur
skemmtiferðaskip koma við í Bridgetown á leið sinni frá Miami eða
San Juan og öðrum eyjum.
Stundum er hægt að komast með flutningaskipum frá Evrópu til
Barbados og þaðan til annarra eyja.
Barbados
er löngu þekkt og viðurkennd sem heilnæmur ferðamannastaður.
Hún er austust vesturindísku eyjanna.
Þar
búa u.þ.b. 600 íbúar á hverjum km², sem gerir hana að einu þéttbýlasta
svæði jarðar.
Sykurreyrsakrar, sem þekja stóran hluta eyjarinnar, verða stöðugt
minni og pálmum girtar strendur prýða sólareyjuna, sem einnig er nefnd
Litla-England vegna 300 ára langrar stjórnar Breta á eyjunni.
Höfuðstaðurinn,
Bridgetown, stendur við hinn skjólsæla Carlisleflóa á suðvesturströnd
eyjarinnar.
Utan borgarinnar er byggðin frjálslegri í formi.
Vegakerfið teygir sig eins og net út frá Bridgetown og hafði
snemma góð efnahagsleg áhrif á uppbyggingu eyjarinnar. |