Bridgetown
stendur við sjávarmál. Íbúafjöldi
er u.þ.b. 100.000 með úthverfum.
Viðskiptaleg höfuðborg eyjarinnar var stofnuð af jarlinum af
Carlisle árið 1628. Borgin
er eina þéttbýlið í suðvesturhlutanum og teygir sig langt inn á
eyjuna.
*Careenage. Borgin byrjaði að byggjast umhverfis Careenage, sem er ósfjörður
Constitution-árinnar, sem snemma varð að höfn byggðarinnar.
Chamberlain-brúin var byggð á sama stað og brú,
sem indíánar byggður, og er nafngjafi borgarinnar.
Gömul hús í miðbænum og húsbátar á höfninni hafa verið
endurnýjaðir hin síðustu ár og ljá borginni fallegt og sérstakt
yfirbragð.
Trafalgar
Square
var
skipulagt árið 1874 á norðurströnd Careenage.
Þar stendur Nelson minnismerkið, sem Sir Richard Westmacott lét
gera og reisa árið 1815, áður en fyrirmyndinni var komið fyrir í
London.
The Fountain,
fallegur brunnur, sem stendur á kóralstalli, er þar rétt hjá.
Hann var settur niður árið 1865 til að minnast fyrstu
vatnsveitu borgarinnar. Rétt
hjá honum er fjármálaráðuneytið í nútímalegri byggingu.
Af þaki hennar er gott útsýni.
Við norðurhluta torgsins eru
*Stjórnarbyggingar á svæði, sem eyddist í eldi árið 1860.
Húsin eru í nýgotneskum stílog þar er
þing eyjarinnar til húsa (vesturálman frá 1872, austurálman
frá 1874). Í samkomusal fulltrúadeildarinnar eru steint gler í
gluggum, sem sýnir ýmsa enska þjóðhöfðingja.
Stóll
forseta deildarinnar er mjög verðmæt gjöf frá indversku ríkisstjórninni
í tilefni sjálfstæðisyfirlýsingar Barbados árið 1966.
*Broad
Street
er
verzlunargata, sem liggur til vesturs frá Trafalgartorgi í gegnum
gamla miðbæinn, sem prýddur er nokkrum fallegum húsum frá nýlendutímanum.
Broad Street sker Prince
William Henry Street, sem heitir í höfuðið á William IV
Englandskonungi. Hann
dvaldi á Barbados árið 1786. Aðeins
norðar er stutt verzlunargata, Victoria Street, og samsíða er Swan
Street með fallegum svalahúsum. Enn
norðar er James Street, þar sem stendur meþódistakirkja frá 19.öld.
Þar í grenndinni er gamla ráðhúsið, sem nú er aðallögreglustöðin,
dómshúsið (18.öld) og bókasafnið (1905).
Harry
Bailey Observatory er fjölsótt stjörnuathugunarstöð við Clapham Street.
Magazine
Lane (fyrrum púðurgeymsla) er aðeins austar.
Þar er hið þekkta Montefiore bókasafn og aðeins sunnar er
synagóga (17. og 19.öld), sem eyðilagðist í fellibyl árið 1831,
og hýsir nú lagaskjalasafn.
St.
Mary's kirkjan
(18.öld) stendur við vesturenda Broad Street á grænu svæði.
Public
Market
er lengra til suðvesturs. Þar
er einnig fiskmarkaðurinn. Báðir
eru líflegir.
Pelican
Village er ný verzlunarmiðstöð, sem byggð var á uppfyllingu við Alice
Highway. Þar er
hægt að gera góð kaup (listmunir og minjagripir).
Bridgetownhöfn
er lengra til norðvesturs. Þar
er stórt iðnaðarsvæði, sykurvöruhús og melassageymslur.
Kensington
Oval
er
grænt svæði rétt norðan við höfnina, þar sem var gerður
krikettvöllur 1882.
St. Michael's Cathedral. St.
Michael's Row liggur frá Trafalgartorgi í austurátt að kirkjunni
(17. og 18.öld), sem skemmdist í fellibyl árið 1780 og var
endurbyggð. Fallegur skírnarfontur
og legsteinar
Queen´s
Park
er aðeins austar. Þar eru
skólabyggingar, íþróttasvæði og First Baptist Church frá 19.öld.
Fyrstu hersýningar Breta í Vestur-Indíum fóru fram í garðinum.
Belleville
er borgarhluti ríka fólksins sunnan ár.
Við útjaðar hans í stórum og afarfallegum garði er
Government House,
sem enskir innflytjendur byggðu á 17. öld.
Þar hafa landstjórarnir setið frá árinu 1702.
St.
Patrick's Cathedral (19.öld) finnst, ef farið er eftir Bay Street framhjá lögreglustöðinni.
Þessi kátólska biskupskirkja eyðilagðist í eldi árið 1897
en var endurbyggð. Sunnar
við Bay Street eru nokkrar stjórnarbyggingar og á horninu við
Chelsea Road er
Washingtonhúsið,
þar sem Washington dvaldi með bróður sínum, sem leitaði sér
heilsubótar. Þetta mun
hafa verið eina utanlandsferð fyrsta forseta Bandaríkjanna.
*Bay Mansion
var byggt á fyrri hluta 18. aldar sem herragarður.
Innréttingar eru verðmætar svo og glitvefnaður og kínverskt
postulín.
Needham's Point. Góð hótel og baðstrendur og rústir Charlesvirkis (17. og
18.öld) eru á suðvesturoddanum.
Virki
St. Ann
frá
1792 er aðeins austar. Bygging
þess hófst árið 1694. Merkjaturn
(1703) stendur velvarðveittur og varðhúsið, sem skemmdist í
fellibyl 1831, og klukkuturn.
Garrison
Savannah
er nálægt virkinu. Þar
fara fram hinar frægu Barbadosveðreiðar.
Barbadossafnið
er aðeins lengra í norðaustur. Það
er í fyrrum hermannafangelsi, sem byggt var árið 1853.
Þar er að finna umfangsmikil náttúru- og listsöguleg söfn.
Einkum er gaman að skoða sögu sykurreyrsræktar og
sykurvinnslu og bókasafn með gömlum landakortum og handritum frá
Vestur-Indíum.
Ferðir
frá Bridgetown
til Ragged Point (hringferð 50 km).
til Bathsheba (hringferð 55 km).
til North Point (hringferð 60 km). |