Karíbahaf San Andrés y Providencia,
Flag of Colombia

Meira

SAN ANDRÉS y PROVIDENCIA
.

.

Utanríkisrnt.

San Andres y providenciaSan Andrés y Providencia er á vestursvæði Karíbahafsins og tilheyrir Kólumbíu.  Höfuðstaðurinn er San Andrés á San Andréseyju.  Flatarmálið er 44 km² og íbúafjöldinn u.þ.b. 40.000 manns.  Tungumálið er spænska. Flugsamgöngur við Bogotá í Kólumbíu, Madrid á Spáni og Miami í BNA. Skemmtiferðaskip koma þar við á siglingum um Karíbahaf og á leið sinni um Panamaskurðinn.

Íbúarnir eru flestir afkomendur negraþrælanna og aðaltunga þeirra er patois, sem er blanda frönsku og ensku.  Innflytjendur frá Mið- og Suður-Ameríku og Englandi eru í miklum minnihluta.  Í lok 18. aldar bjuggu aðeins nokkur hundruð manns á eyjunum.  Árið 1912 voru íbúarnir orðnir rúmlega 5.000 og fjöldi þeirra hefur meira en áttfaldast síðan.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM