Karíbahaf San Andrés y Providencia meira,
Flag of Colombia

Booking.com

SAN ANDRÉS PROVIDENCIA . .

SAN ANDRÉS Y PROVIDENCIA
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

San Andres y providenciaNáttúrufar.  Í eyjaklasanum eftirtaldar eyjar og kóralrif:  San Andrés, Providencia, Bajo Nuevo, Quitasueno, Roncador Serrana og Serranilla.  Eyjarnar eru í 200 - 300 km fjarlægð frá ströndum Suður-Ameríku (Nicaragua). 

Það er mjög þurrviðrasamt á eyjunum, mjög sólríkt og ársmeðalhitinn 26°C með hressandi golu, gerir loftslagið mjög þægilegt.  Fellibyljir eru tíðir.


Sagan. 
Spænskir sæfarar fundu eyjarnar árið 1510.  Árið 1629 settust enskir púrítanar þar að og árið 1633 var farið að flytja inn negraþræla, suma frá Jamaica.  Í kringum 1660 notuðu sjóræningjar eins og Henry Morgan eyjarnar sem bækistöðvar en þeir herjuðu einkum á Spánverja.

Árið 1786 varð eyjaklasinn spænskur.  Síðar varð hann sjálfstæður um tíma áður en til yfir-ráða Kólumbíu kom.  Árið 1959 fengu eyjarnar takmarkaða heimastjórn og urðu að fríverzlunarsvæði.


Íbúarnir eru flestir afkomendur negraþrælanna og aðaltunga þeirra er patois, sem er blanda frönsku og ensku.  Innflytjendur frá Mið- og Suður-Ameríku og Englandi eru í miklum minnihluta.  Í lok 18. aldar bjuggu aðeins nokkur hundruð manns á eyjunum.  Árið 1912 voru íbúarnir orðnir rúmlega 5.000 og fjöldi þeirra hefur meira en áttfaldast síðan.

Ferðaþjónustan er langveigamesti atvinnuvegurinn.  Fríverzlunarsvæðið á ekki sízt þátt í þeirri þróun.  Framleiðsla þurrkaðra kókoshnetukjarna (kopra), ræktun banana og sítrusávaxta og fiskveiðar eru líka mikilvægar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM