San
Andrés er 13 km löng og allt að 3 km breið.
Hún er aðaleyjan. Eyjan
er flatlend og hækkar upp í 150 m.y.s. í norðvesturhlutanum.
Fallegar baðstrendurnar eru í skjóli smáeyja og kóralrifja.
Pálmar, bananatré og sums staðar mangrovetré prýða
landslagsmyndina.
Höfuðstaður
eyjanna er á austurströndinni. Þar
er fjörugt viðskiptalíf á tollfrjálsu svæði.
Í bænum eru vinaleg timburhús, nokkur hótel
og fjöldi verzlana. Helzti skoðunarstaður
utan bæjarins er Morganhellirinn, kalkhellir, þar sem Henry Morgan er
sagður hafa fólgið fjársjóði sína.
Einnig
er gaman að skoða strompa kalkhellanna Boiling Holes eða Hoyo
Sublador, sem sjórinn spýtist upp um eins og úr gosbrunnum í miklum
sjógangi.
Allt
í kringum eyjuna eru baðstrendur og aðstæður til sjóstangaveiði,
köfunar og brimbrettareiðar. |