Jómfrúareyjar
eru austastar Stóru-Antilleyja og þar með norðaustlægasta upphaf
eyjaboga Litlu-Antilleyja. Í
eyjaklasanum austan Puerto Rico eru sex stórar eyjar og fjöldinn allur
af litlum. Þær eru myndaðar
í eldgosum og af setlögum og eru fjalllendar.
Mestur hluti regn- og þurrskóga var ruddur á
nýlendutímanum til að rýma fyrir plantekrum. Nú
eru stór svæði eyjanna vaxin lágvöxnum gróðri, sem getur illa haldið
raka.
Á
Jómfrúareyjum ríkir hitabeltisloftslag með 26°C meðalhita, 28°C á
sumrin á regntímanum.
Fyrrum
var einkum stundaður landbúnaður á eyjunum.
Einkum var ræktaður sykurreir eins og nú á dögum auk baðmullar.
Nautgriparækt er orðin mikilvæg.
Nú orðið er ferðaþjónusta mikilvægasta atvinnugreinin og fjöldi
skemmtiferðaskipa leggst að ár hvert.
Siglingar alls kyns seglbáta eru mikið stundaðar.
Austur-Jómfrúareyjar
eru nýlenda Breta (Brezku-Jómfrúareyjar) en Vestur-Jómfrúaeyjar eru
undir bandarískum yfirráðum (Bandarísku-Jómfrúareyjar). |