Karíbahaf Jómfrúareyjar meira,
Flag of Virgin Islands

Flag of United States

Booking.com


VIRGIN ISLANDS - JÓMFRÚAREYJAR
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Sagan.  Kólumbus fann eyjaklasann árið 1493 og BJ voru undir stjórn Spánverja þar til Sir Francis Drake kom þangað árið 1595.  Hann sigldi í gegnum sundið á milli Tortola og Virgin Gorda, sem var síðan nefnt eftir honum.  Eftir ósætti á milli Breta annars vegar og Spánverja og Hollendinga hins vegar lögðu Bretar eyjarnar undir sig.  Eftir það urðu Tortola og nærliggjandi eyjar að miðstöðvum sjóræningja, sem allir óttuðust.  Þessi þróun varð efni í skáldsöguna „Fjársjóðseyjan" eftir Robert Louis Stevenson.  Fjöldi Englendinga settist að á eyjunum og plantekrur voru stofnaðar.  Á 18. öld var stofnuð kvekaranýlenda og reynt var að koma á stofn ríkisstjórn fyrir eyjarnar undir vernd Breta.  Á árunum 1871 til 1956 var eyja-klasinn þekktur undir nafninu Brezku-Hléeyjar.  Síðan 1977 hafa eyjarnar verið brezk krúnunýlenda með takmarkaðri heimastjórn.

Stjórnsýslan.  Brezku þjóðhöfðingjarnir eru æðstu stjórnendur eyjanna og fulltrúi þeirra þar er landstjóri.  Hann, forsætisráðherrann og aðrir ráðherrar auk tveggja embættismanna mynda framkvæmdaráð.  Í þinginu eru þingforseti, tveir embættis-menn, einn tilnefndur þingmaður og sjö kjörnir þingmenn.

Íbúarnir.  U.þ.b. þriðjungur íbúanna býr í Road Town á Tortola.  Íbúarnir eru að mestu afkomendur afrískra þræla.  Minnihlutinn er kominn af innflytjendum frá Evrópu og N.-Ameríku.  Flestir íbúanna eru mótmælendatrúar.

Viðskipti.  U.þ.b. 50% lands eru nýtt til landbúnaðar, þar af 1000 ha til ávaxta- og grænmetisræktunar, 2000 ha til akurræktar en restin er notuð sem beitiland.  Ræktun sykurreirs heyrir sögunni til og ekrurnar komnar í órækt.  Ferðaþjónustan hefur á síðustu árum orðið mikilvægasta atvinnu-greinin og stendur undir fimmtungi tekna eyjaskeggja.  Árið 1972 voru 350 gistirými á eyjunum en sá fjöldi þrefaldaðist til 1979.  Þróun ferðaþjónustunnar er hægfara, einkum vegna umhverfissjónarmiða.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM