Karíbahaf Jómfrúareyjar Virgin Corda,
Flag of Virgin Islands

Booking.com


VIRGIN CORDA
VIRGIN ISLANDS - JÓMFRÚAREYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Virgin Corda er 22 km².  VC liggur norðaustan Tortola.  Suðurhlutinn er þéttbýlastur.  Þar er aðalbærinn, sem heitir Spanish Town.  Austurhlutinn er hæðóttur, rís hæst 415 m, en allt land yfir 300 m hæð er náttúruverndarsvæði.  Eyjan er fjölsótt af göngufólki og náttúruunnendum.

Ferjur leggja að í Spanish Town, sem liggur í skjóli stórra kóralrifja.  Skammt austan bæjarins er lítil flugbraut, þar sem hægt er að leigja sér flugvélar.

Suðvestan bæjarins er falleg klettaströnd, kunn fyrir hin svokölluðu „Baths" (litlir strandhellar og klettaskorur).

Copper Mine Point skagar út í sjó á suðausturströndinni.  Skammt frá þessum skaga eru rústir gamallar koparnámu, sem Spánverjar nýttu á 16. öld og innflytjendur á 19. öld.

Fallen and Broken Jerusalem eru klettar í sjó fyrir suðurodda eyjarinnar.

North Sound
  er baðstrandasvæði í skjóli fjölda smáeyja á norðausturströndinni.  Þar eru líka góðar legur fyrir seglbáta.  Þetta strandsvæði er meðal hinna fegurstu á eyjunum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM