54
km². Íbúafjöldi 9.000. Tortola
er stærsta eyjan og þar er höfuðborgin Road Town, sem er stjórnsýslumiðstöð
eyjanna. Í suðvestri
skilur sundið "Narrows" (Þrengsli) hana frá Bandarísku-Jómfrúareyjum.
Í suðaustri er Francis Drake sundið á milli hennar og Norman
Island, Salt Cay, Cooper Island og Ginger Island.
Tortola er fjalllend (Mount Sage 543 m).
Suðurhlutinn er vaxinn runnagróðri og lágvöxnum trjám.
Norðurhlutinn er vaxinn banana- og mangótrjám og pálmum.
Road
Town
er á suðurströndinni við Road Bay.
Þar er hafskipa- og smábátahöfn (leigubátar).
Nokkur gömul hús og skrautlegar verzlanir setja skemmtilegan
svip á bæinn. Rústir
virkis standa á hæð við bæinn.
Wickham's
Cay er skemmtilegur orlofsstaður við norðurmörk bæjarins. þar eru hótel, sumarhús, veitingastaðir og bátahöfn.
*Mount Sage (þjóðgarðurinn)
er á suðvesturhluta eyjarinnar. Þar
er að finna leifar regnskógar og göngustígar liggja um hrífandi
landslagið. Ofan af
fjallinu er góð útsýni til allra átta.
West
End er skammt frá vestasta hluta eyjarinnar.
Þaðan sigla ferjur til St. Thomas.
Road Bay, East End.
Strandvegurinn, sem liggur til austurs frá Road Town meðfram
Road Bay, heldur áfram með vogskorinni ströndinni, sem er í skjóli
kóralrifja. Þar er gott tækifæri
til köfunar.
Beef Island.
Handan East End tengir Queen Elizabethbrúin (byggð 1966)
Tortola og Beef Island. Hún
liggur yfir Beef Islandsundið. Á
Beef Island er flugvöllur Tortola og nokkur gistihús.
Long
Bay
er góð baðströnd á norðurhlutanum.
Peter
Island
er fyrir mynni Road Bay. Þar
er fjölsótt höfn fyrir lystisnekkjur.
Frenchman's
Cay
er lítil eyja fyrir utan West End.
Jost
van Dyke
er lítil eyja með fallegum baðströndum norðvestan Tortola.
Þar bjuggu fyrrum kvekarar en nú dvelst þar einungis efnafólk
til afslöppunar. |