Karíbahaf Jómfrúareyjar Anegada,
ANEGADA
VIRGIN ISLANDS - JÓMFRÚAREYJAR

.
Flag of Virgin Islands

Booking.com

 

.

Utanríkisrnt.

Anegada er 34 km².  Íbúafjöldi sáralítill.  Anegada er norðaustlægust BJ á 64°20' V og 18°44' N.  Hún rís mest 10 m úr hafi og er úr kóralkalki og kalksandsteini.  Fyrrum var hún lítið kóralrif.  Þeir, sem stunda sjóstangaveiði, sækja einkum þangað.  Aðalþéttbýlið (The Settlement) er á suðurhluta eyjarinnar.  Þar er og lítill flugvöllur.  Þaðan liggja vegir til allra átta.

Í
vesturhlutanum er m.a. Flamingo Pond, þar sem fáséðar fuglategundir eiga varpstöðvar, og ósnortnar baðstrendur.  Eini gististaðurinn þar er á rifi, sem skilur Flamingo Pond frá suðurströndinni.  Beztu baðstrendurnar eru á norðurströndinni (Bone Bay, Jack Bay, Loblolly Bay, Deep Bay og Table Bay með Cooper Rock).

Á austurhlutanum er Sinking Pond, langt mýrlendi, sem teygist inn í Salt Pond.  Þar var stunduð saltvinnsla fyrrum.  Umhverfis eyjuna eru stór og mikil kóralrif og nokkur skipsflök, sem teygja til sín áhugafólk um köfun.  Vegna tiltölulega hreins sævar og nálægðar Puerto Ricoálsins eru skilyrði til sjóstangaveiði mjög góð og alls konar met í þeirri íþrótt hafa verið slegin.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM