Karíbahaf Jómfrúareyjar Frederiksted,
Flag of Virgin Islands

Booking.com


FREDERIKSTED
VIRGIN ISLANDS - JÓMFRÚAREYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Íbúafjöldi u.þ.b. 4.000. Mikilvæg vegna hafskipahafnar.  Það er líf og fjör í bænum, þegar skemmtiferðaskip leggjast að og hundruðir ferðamanna spígspora um götur. 

Allflestar byggingar og hús frá dönskum tímum eyðilögðust í stórbruna árið 1878 og við enduruppbygginguna fengu húsin viktoríanskt yfirbragð.

Fort Frederik er norðan bryggjunnar.  Það var byggt árið 1755 og þar var afnám þrælahalds tilkynnt árið 1848.  Inni í virkinu er lítið listasafn.

Gamli danski skólinn
(1830) stendur við Market Street.  Litlu lengra er markaðstorgið, þar sem markaðir hófust árið 1751.

St. Patrick's Catholic Church stendur við Princess Streed (1843).  Þar stóð áður kirkja,sem byggð var á 18. öld.

Spítalastígur.
  Við Hospital Street er gamalt hús frá 18. öld, þar sem er lögreglustöð nú.

Tollhúsið og Victoriuhúsið standa bæði við Strandgade sunnan bryggjunnar.  Tollhúsið er frá s.hl. 18. aldar og Victoriuhúsið er vitaskuld í viktoríustíl.

Kongens Gade er aðalverzlunargatan, þar sem farþegar skemmtiferðaskipanna kaupa inn.

Apothecary Hall stendur á horni Kongens Tværgade og Dronningens Gade.  Apótek frá 1839.

Norðan bæjarins er fyrrum plantekrusvæði.  Herragarðinum þar hefur að hluta til verið breytt í orlofsíbúðir og gestahús.

Sé stefnan tekin í norðaustur út úr bænum er komið í hæðótt landslag, þar sem var ræktaður sykurreyr fyrir fáum áratugum.  Nú er þar að finna rommverksmiðju.

Whim Great House er við sama veg.  Það var áður sykurmylla, sem nú hýsir tónleika, listsýningar o.fl. þ.h.

Fountain Valley.  Vinstra megin vegar er lystigarður og handan hans er golfvöllurin Fountain Valley.  Til hægri er flugvallarsvæðið, höfn álversins og olíuhreinsunarstöðvarinnar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM