St
John, ein Jómfrúareyjanna, er 50
km². Íbúafjöldi 48.000.
Aðalbær er Cruz Bay. Eyjan
er minnst hinna þriggja stóru BJ.
U.þ.b. 2/3 hlutar hennar og stór hafsvæði umhverfis voru lýst
náttúruverndarsvæði árið 1956. Hún er að mestu leyti ósnortin
og friðsæl mjög. Stofnun
þjóðgarðs Jómfrúareyja er að mestu að þakka Lawrence S.
Rockefeller. Hann keypti þessa
fyrrum sykurframleiðslueyju og friðaði hana.
Þangað sækja einkum náttúruunnendur og áhugafólk um köfun.
Danir
settust fyrst að á St. John árið 1717.
Þeir ruddu land fyrir sykurreyrsræktun, þannig að þar þrífst
nú aðeins kyrkingslegur lággróður.
Þrælauppreisnin árið 1733 og afnám þrælahalds árið 1848 gerðu
þennan atvinnuveg æ erfiðari þar til honum var hætt.
Nú lifa hinir fáu íbúar af ferðaþjónustu og fiskveiðum.
Cruz
Bay
er eina þorp eyjarinnar. Þangað siglir ferjan yfir Phillsburysund.
Þar er gestahús fyrir ferðamenn, sem þangað koma til að
hlusta á fyrirlestra um þjóðgarðinn. Einnig er boðið upp á gönguferðir undir leiðsögn og
jeppaferðir. Samgöngur með
bátum að orlofssvæðum, sem eru við *Caneel Bay plantekruna.
Skoðunarferð
um eyjuna er 25 km löng. Þá
er farið um fegurstu strendur norðurhlutans, skoðaðar rústir
Annaberg plantekrunnar (18. öld) fyrir ofan Leinster Bay og upp á hæstu
útsýnisstaði.
**Trunk
Bay, Hawk's Nest Bay.
Sé ekið fram hjá Hawk's Nest Bay er komið að Trunk Bay, sem
er ein alfegursta baðströnd við Karíbahafið.
Brim getur gert sund hættulegt en alls staðar eru baðverðir
á ströndunum.
Neðansjávarleiðir
um kóralrifin eru merktar fyrir kafara.
Cinnamon Bay,
Maho Bay. Við þessar baðstrendur eru gististaðir.
Steinristur
arawaka
(frumbyggjanna) er að finna við Reef Bay á miðri suðurströndinni.
Gönguferðir.
Göngustígar eru merktir og gott er að fara í góða gönguskó
og bera á sig skordýrafælandi áburð. |