Brezku-Jómfrúareyjar
tilheyra Litlu-Antilleyjum.
Þær eru brezk krúnunýlenda.
Stjórnsetur þeirra er í Road Town.
Þær eru 153 km² að flatarmáli.
Íbúafjöldi u.þ.b. 12.000.
Tungumál eru enska og patois.
Eyjarnar liggja á milli 18°18' og 18°46' N og 64°15' og 64°52'
V. Þær
eru hluti Jómfrúareyja, sem fylla upp í bilið á milli Stóru- og
Litlu-Antilleyja.
Aðeins
16 eyjar af u.þ.b. 50, sem Bretar stjórna, eru byggðar.
Aðaleyjarnar eru Tortola með höfuðborginni Road Town, Beef
Island (tengd Tortola með brú), Virgin Gorda, Anegada og Jost Van
Dyke.Að
Anegada eru eyjarnar úr setlögum frá krítartímanum, myndbreyttum
goslögum.
Þær standa á landgrunnsplötu, sem liggur 65 m undir sjávarmáli
og afmarkast í norðri af Puerto Rico-álnum og í austri af
Anegadasundinu.
Eyjarnar eru hæðóttar og hæsta fjall þeirra er á Tortola
(543m).
Eyjarnar
eru á staðvindabeltinu og loftslagið er mjög þægilegt allt árið
um kring.
Hitastigið er á milli 25°C og 30°C á daginn en varla undir
20°C um nætur.
Frá júni fram í oktober er hætta á hvirfilbyljum.
Vegna
þess, hve mikið land var brotið undir plantekrur og beitilönd, er lítið
eftir af regnskógum og öðru skóglendi.
Þess í stað er víða kominn lágvaxinn runnagróður og annar
þurrlendisgróður, sem sýnir vel úrkomusveiflur.
Great Harbour |