Karíbahaf Jómfrúareyjar Charlotte Amalie,
Flag of Virgin Islands

Booking.com


CHARLOTTE AMALIE
VIRGIN ISLANDS - JÓMFRÚAREYJAR

Map of Virgin Islands
.

.

Utanríkisrnt.

Charlotte Amalie er á miðri suðurströndinni.  Eyjarnar Hasseleyja (í einkaeign) og Water Island skýla flóanum, sem bærinn stendur við.  Hann teygir sig upp í hæðótt landslagið og norðvestan hans er Signal Hill (427 m).

Þegar á 18. öld var hafnarbærinn líflegur og fjölsóttur verzlunarstaður og líka einn stærsti þrælamarkaður heims.  Ræktun sykurreyrs olli straumhvörfum og auðgaði mjög.  Nú er þjónusta við ferðamenn mikilvægasti atvinnuvegurinn.  Fjöldi skemmtiferðaskipa kemur ár hvert og ferðamennirnir, sem koma mest frá N.-Ameríku, verzla mikið tollfrjálst.

King's Wharf, Fort Christian.
  Austan bæjarins í grennd við konungsbryggju er virkið, sem fyrstu dönsku innflytjendurnir byggðu árið 1672 og skírðu í höfuðið á Kristjáni V.  Inni í virkinu    er safn helgað frumbyggjunum, arawak og karíbum, og danska tímanum.

Emancipation Park (frelsisgarðurinn) er norðvestan virkisins.  Hann er kenndur við afnám þrælahaldsins.

Miðbærinn.  Gangi fólk frá frelsisgarðinum eftir Tolbod Gade (tollgötu) í átt að aðalgötum bæjarins kemst það inn í miðbæinn.  Í pósthúsinu eru veggmyndir eftir Stephen Dohanos.

Friðrikskirkja er við Norregade.  Hún er lútersk og ein elzta bygging bæjarins (18. öld).

Ríkisstjórnarhæð er innan seilingar, ef haldið er eftir  Kóngsgötu eða klifnar einhverjar af tröppunum upp úr bænum.  Þar uppi er hótel Lavalette House með fallegum inngarði, sem  franskur skipstjóri reisti á f.hl. 18. aldar.

Stjórnarráðið var aðsetur danska landstjórans og var byggt árið 1867.  Nú býr þar bandaríski landstjórinn.  Hluti hússins er opinn almenningi.  Þar er að finna veggmyndir og málverk úr sögu eyjanna, m.a. verk franska impressjónistans Camille Pissarro, sem fæddist árið 1830 á St. Thomas.

99 þrep.  Milli hótels 1829 og ríkisstjórnarhússins liggur tröppugatan 99 þrep, sem liggur upp á      hólinn.  Þar er Crown House (18. öld), sem var reist fyrir háttsetta danska embættismenn.  Enn þá má sjá hluta gömlu innréttinganna í því.

Skytsborgvirkið,  Blackbeard's Tower, Bluebeard's Tower.  Skammt frá þrepunum 99 eru rústir Skytsborgarvirkisins (Blackbeard's Tower; 17. öld) varðveittar.  Lengra uppi stendur Bluebeard's Tower, gamall varðturn sjóræningja, sem nú er hluti hótelbyggingar.

Synagogue, guðshús gyðinga, stendur á Synagogue Hill við Kristalhliðið.  Þetta er fyrsta guðshús gyðinga á bandarískri jörð.  Samkvæmt gömlum siðum er jörðin í kringum og undir slíkum guðshúsum sandi stráð, sem táknar hinar mörgu ferðir gyðinga um eyðimerkurnar eða útbreiðslu krisninnar.Markaðurinn er á markaðstorginu, þar sem fyrrum var aðalþrælamarkaður.

French Town er lítið eitt utan við bæinn vestanverðan.  Þar bjó fólk af frönsku bergi brotið.  Þetta hverfi er líka kallað Cha Cha Town eftir strákofunum, sem þar standa.  Íbúar hverfisins tala enn þá norður-franska mállýzku.

Orchidarium, Crown Mountain.  Orkideugarðurinn er við aðalgötuna.  Lengra kvíslast gatan og  leiðin til hægri liggur upp á Crown Mountain (460 m), þaðan sem er mjög gott útsýni og  hægt er að halda áfram gangandi til norðurstrandarinnar.

Flugvöllurinn, Lindberghflói.  Vestan bæjar er flugvöllurinn, sem kenndur er við Harry S. Truman.  Sunnan hans er Lindberghflói.  Norðan hans er golfvöllurinn.

Norðurströndin, *Magens Bay.  Handan hæðanna er norðurströndin, þar sem er meiri úrkoma og rólegra en á suðurströndinni.  Atlantshafið teygir sig inn í Magensflóa.  Frá Drake's Seat höfða, sem var varðstöð sjóræningja, er frábært útsýni.

*Coral World.  Austan Magensflóans er golfvöllurinn Mahogany Run.  Einnig er þar hægt að skoða lífríki sjávarins undir yfirborðinu við Coki Beach (Coral World).  Þar sjást ýmsar tegundir kóralla, hákarla, skatna, barrakúda og annarra sjávardýra.  Þar er veitingahús og tollfrjáls verzlun.

Redhook Bay.  Þangað koma og þaðan fara ferjur til og frá St. John.

Bolongo Bay er sunnan Charlotte Amalie.  Þar er fjöldi hótela meðfram ströndinni.  Suðaustan Bolongo Bay er neðansjávarhellir á 10-20 m dýpi, þar sem hægt er að virða fyrir sér stóra hákarla..

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM