Karíbahaf Jómfrúareyjar BNA,
Flag of Virgin Islands

Flag of United States

 


VIRGIN ISLANDS USA
BANDARÍSKU JÓMFRÚAREYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Map of Virgin Islands

BJ tilheyra Litlu-Antilleyjum austan Puerto Rico.  Þær eru verndarsvæði Bandaríkjanna án þess að vera sérstakt fylki.  Eyjarnar eru St. Croix, St. John og St. Thomas auk nokkurra lítilla eyja.  Heildarflatarmál þeirra er 344 km².  Íbúafjöldi u.þ.b. 110.000.  Höfuðborgin er Charlotte Amalie á St. Thomas.  Tungumálið er enska.

BJ mynda suðvesturhluta Jómfrúareyja austan Puerto Rico.  Na-hlutinn er Brezku-Jómfrúareyjar.  Auk hinna þriggja stærstu eyja eru u.þ.b. 50 smáeyjar og sker.  Eftir að Danir og Bretar gerðu þær að nýlendum, keyptu Bandaríkjamenn þær á 25 milljónir dollara árið 1817 af Dönum.  Siðan hafa þær verið undir yfirráðum Bandaríkjamanna sem sérstök verndarsvæði án þess að vera fylki eða ríki í ríkjasambandinu.  Íbúar eyjanna hafa að vísu bandarískan ríkisborgararétt en ekki kosningarétt í sambandskosningum.  Vegna staðvindanna er loftslag mjög þægilegt.  Aðalatvinnugreinar eru ferðaþjónusta, ræktun sykurreyrs og nautgriparækt.  Iðnvæðing er tiltölulega stutt á veg komin.  Á St. Croix eru olíuhreinsunarstöð og álver.

Hafnarbæir eyjanna eru tollfrjáls svæði, þannig að hagstætt er að verzla þar.  Einkum er gott að beina athyglinni að innfluttum vörutegundum, s.s. myndavélum, elektrónískum tækjum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM