Christiansted
er á norðurströndinni við vík í skjóli kóralrifja og hæðadraga.
Við höfnina stendur velvarðveitt virki, Fort Christiansværn,
sem byggt var árið 1749 og notað til 1878.
Það var byggt úr múrsteinum, sem dönsku skipin fluttu með sér
sem ballest.
Gamla danska toll- og
vigtarhúsið.
Gamla tollhúsið er vestan virkisins.
Það var að mestu byggt á fyrri hluta 19. aldar.
Skömmu síðar var vigtarhúsið byggt.
Landstjórahúsið. Farið er um Kongens Gade til að komast að því.
Það var endurbyggt úr tveimur eldri byggingum árið 1830.
Miðhluti þess var reistur 1757 en vesturhlutinn 50 árum síðar.
Steeple
Building
(turnbyggingin) stendur sunnar vigtarhússins.
Hún var vöruskemma Danska V.-Indíufélagsins. Andspænis henni stendur lútersk kirkja (1753), sem var sú
fyrsta sinnar teg. á eyjunni. Turn
hennar, sem er í klassískum stíl, var byggður árið 1794.
Lítið safn er tengt kirkjunni.
**Buck Island.
Það borgar sig svo sannarlega að fara með glerbotnsbát frá
Christiansted til þessarar eyju, sem er fyrir norðausturströndinni.
Eyjan og hafið umhverfis hana var gert að náttúruverndarsvæði
og er gósenland fyrir kafara. Bannað
er að nota súrefniskúta og sérstakar leiðir eru merktar á sjávarbotni
og tekur um ½ klst að synda eftir henni.
Gæta verður þess að kynna sér þær reglur, sem gilda um þetta
svæði, áður en farið um það.
Ekki má kveikja elda annars staðar en á þar til gerðum stöðum.
Tjöldun er bönnuð og hvorki má tína neitt af sjávarbotninum
né veiða sjávardýr.
Sugar
Bay er enn þá einn staðurinn, sem er upplagður til köfunar. Þessi vík er á miðri norðurströndinni. Einnig er áhugaverður köfunarstaður fyrir vesturströndinni
norðan Frederiksted. Kólumbus lagði skipi sínu við akkeri á Sugar Bay árið 1493. |