Karíbahaf Jómfrúareyjar St Croix,
Flag of Virgin Islands

Booking.com


St CROIX
VIRGIN ISLANDS - JÓMFRÚAREYJAR
.

.

Utanríkisrnt.

Map of Virgin Islands

St Croix, ein Jómfrúareyjanna, er 214 km².  Íbúafjöldi 51.000.  Aðalborgir eru Christiansted og Frederiksted.  Flugsamgöngur eru til og frá aðalborgum Bandaríkjanna og annarra eyja Karíbahafsins.  St. Croix er einn aðalviðkomustaða skemmtiferðaskipa í Karíbahafi.

St. Croix er syðst og stærst BJ.  Hún er hæðótt og vaxin fátæklegum hitabeltisgróðri, þar sem lítið vatn er að finna á eyjunni.  Mikið land er notað til beitar.  Norðvesturhlutinn er hálendari og prýddur klettaströndum en suðurhlutinn er láglendur.

Kolumbus fann eyjuna 14. nóv. 1493 í annarri ferð sinni til nýja heimsins og skírði hana Santa Cruz.  Hollendingar og Bretar settust þar að.  Á tímabilinu 1650 - 1733 var eyjan undir frönskum yfirráðum en síðan komst Danska Vestur-Indíu og Gíneufélagið yfir þær.  Félagið réði þá þegar yfir St. Thomas og St. John.  Hafizt var handa við ræktun sykurreyrs og hann færði Dönum mikinn auð á 18. og 19. öldum.  Í lok 19. aldar hrundi grundvöllur sykurframleiðslunnar og Danir seldu Bandaríkjamönnum eyjarnar.  Ein arfleifð danskra yfirráða er vinstri umferðin, en víðar er að finna minjar um Dani, s.s. í Christiansted og Frederiksted.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM