Stjórnmála-
og menningarsaga Karíbaeyjanna og tengsl þeirra við Spán, Frakkland,
Bretland, Holland, Danmörku og Bandaríkin á nýlendutímanum hafa
haft afgerandi áhrif á það, hvaða fólk byggir þær nú.
Árið 1993 voru íbúarnir u.þ.b. 30 milljónir talsins.
Frumbyggjarnir:
Allar Karíbaeyjarnar eiga það sameiginlegt, að afkomendur
frumbyggjanna eru svo að segja ekki lengur til.
Þeir voru arawakar, sem skiptust í taino og siboney.
Einstaka sinnum er hægt að finna hvítt fólk með andlitsdrætti
indíána í landbúnaðarhéruðum Kúbu.
Karíbar á Vindeyjum voru lengur við líði en arawakar á Stóru-Antilleyjum.
Þeir blönduðust innfluttu svertingjunum.
Nokkrir dökkir, kynblandaðir karíbar eru enn þá á Dominiku
og St. Vincent en flesta fluttu Bretar til Moskítóstrandar Mið-Ameríku
og Bay Islands árið 1795.
Á eyjunum Aruba og Margarita skammt frá strönd S.-Ameríku búa
að mestu mestisar, sem munu vera kynblendingar indíána og hvítra
manna.
Innflytjendur:
Óhætt er að fullyrða, að íbúar Karíbaeyja séu afkomendur
innflytjenda.
Á nýlendutímanum komu Evrópubúar annaðhvort beint frá Evrópu
eða frá
nýlendum Norður-Ameríku og settust að.
Hundruð þúsunda svertingja voru flutt nauðug frá Afríku til
eyjanna.
Þegar þrælahald var afnumið, sóttu Bretar og Frakkar
indverja til starfa á sykurekrunum.
Kínverjar og Líbanonbúar eru fámennustu hópar innflytjenda.
Það
eru engar ábyggilegar tölfræðilegar upplýsingar um kynþáttaskiptingu
og fjölda íbúa Karíbaeyja, enda mjög erfitt um vik vegna þess, hve
mikið er um múlatta (kynblendinga).
Lauslega skotið má segja, að svartir séu 40%, hvítir 40% og
múlattar 18% íbúanna.
Stærstur hluti 2%, sem eftir eru, eru indverjar.
Á
flestum eyjunum, nema þeim smæstu, er að finna deiglu fjölda kynþátta
og litarafbrigða þeirra.
Á eyjum, sem voru og eru undir yfirráðum Breta og Frakka eru
þeldökkir í meirihluta og fleiri múlattar á hinum frönsku, þannig
að svartir eru yfir 90% íbúanna.
Á eyjum, sem Spánverjar réðu, Kúbu (73%) og Puerto Rico
(80%), eru hvítir í meirihluta, en Dóminíska lýðveldið
sker sig úr með 60% múlatta, einkum vegna þess, að Haiti lagði
það tvisvar undir sig.
Skýringar á þessum mismun eru tiltölulega einfaldar.
Sykurreir var ekki ræktaður á spænsku yfirráðasvæði fyrr
en búið var að afnema þrælahald.
Verkamenn á ökrunum á Kúbu, Puerto Rico og í Dóminíska lýðveldinu
komu aðallega frá Spáni og Kanaríeyjum.
Merki
tungu nýlenduherranna eru greinileg á eyjunum.
Töluð er enska, franska, hollenzka og spænska.
Þessi tungumál hafa þróast í sambúð með tungu
svertingjanna frá Afríku eða blandast öll saman í einn skrítinn hrærigraut.
Á St. Bartélemy er töluð frönsk mállýzka, sem töluð var
á Normandí á 17. öld.
Á Hollenzku Vindeyjum er töluð tungan „papiamento",
sem er blanda spænsku, portúgölsku, hollenzku, ensku, indíánamáls
og tungu svertingjanna.
Þegar á heildina er litið, skiptast tungumálin nokkurn veginn
eftir því, hvaða Evrópuþjóðum eyjarnar tilheyrðu, en þó eru
undantekningar eins og Grenada og St. Lucia, sem eru enskar nýlendur,
þar sem er töluð franska.
Á frönsku eyjunni St. Martin er aftur á móti töluð enska. |