Sólarlandaferðir eru
ekki tilheilsubótar fyrir alla. Fólk
þolir misjafnlega vel eða illa langt flug, hitabreytingar og sólina.
Hættast er hjarta-, þrýstings-, astma-, tauga- og geðsjúklingum.
Flestir þola flugið vel en hjartasjúklingum kann að líða
illa við flugtak og lendingu og ættu að taka sjóveikitöflur fyrir
flug. Nefdropar koma að
gegni gegn hellu fyrir eyrum. Við
astma er gjarnan notað súrefni. Kransæðasjúklingar
eru oft með nitroglyseríntöflur og þurfa stundum róandi lyf að
auki. Ef þrýstingssjúklingar
standa of lengi, verður blóðtæmi í líkama þeirra og lækkun þrýstings
of mikil. Sykursjúkir þurfa
viðeigandi lyf og oft sykurmola að auki.
Vanfærar konur þola svona ferðir oftast mjög vel, séu þær
hraustar og heilbrigðar. Börn
og gamalmenni eru oftast lengur að venjast breyttu hitastigi og
loftslagi en fólk á bezta aldri.
Vökva- og saltskortur geta valdið erfiðleikum.
Ferðaapótek
ætti alltaf að vera með í ferðum og ættu að innihalda a.m.k.:
1.
Öll lyf, sem notuð eru heima.
6. Sveppa- og
bakteríudrepandi púður.
2.
Töflur gegn loft- og sjóveiki. 7. Fúkkalyf í töfluformi (lengri ferðir).
3.
Töflur gegn verkjum.
8. Sótthreinsaðar
kompressur.
4.
Töflur gegn malaríu.
9. Sárabindi og plástra.
5.
Lyf gegn niðurgangi og
10.
Aukagleraugu
magasýkingu.
Oft eru landlægir sjúkdómar
í löndum þeim, sem heimsótt eru og þarf þá að hyggja að bólusetningu
gegn þeim fyrir brottför.
Stórabóla.
Ónæmisaðgerð varir í 5 ár.
Vottorð gilda í 3ár.
Kólera.
Ónæmisaðgerð veitir ekki fullkomið ónæmi og þarf að fá
sprautur á 6 mánaða fresti. Vottorð
gildir í 6 mánuði.
Gula.
Allt að 100% ónæmi. Vottorð
gildir í 10 ár.
Taugaveiki.
Allir ættu að láta sprauta sig gegn henni, því ða það
gefur góða vernd. Tvær
sprautur fyrir ferð og síðan þriðja hvert ár.
Mænuveiki.
Algert ónæmi. Þrjár
sprautur veita það í 10-15 ár.
Berklar.
Víða landlægir. Hægt
að fá ónæmisaðgerð.
Lifrarbólgugula.
Aukin smithætta við minnkað hreinlæti.
Gamma-glóbalín veitir verulegt ónæmi í 6 mánuði.
Malaría.
Mjög smitnæm. Fjórar
tegundir landlægar í Vestur-Afríku.
Berst með skordýrum. Kínín
var notað áður fyrr en nú Lariam (Mefloquine).
Taka skal 1 töflu í viku og líka síðustu tvær vikurnar
fyrir ferð og ekki hætta fyrr en fjórum vikum eftir heimkomu. Forðast skal flugnabit!
Takið lyfið alltaf sama dag vikunnar!
Raki og hiti stuðla
frekar að smitun. Heit böð
kvölds og morgna með mildri sápu, mjúku handklæði og púðri á nára
og undir hendur hindra sveppamyndun.
Laugar eru oftast klórmengaðar og sjórinn er gróðrarstía
baktería (lifrargula). Ef
hiti er mikill er bezt að klæðast víðum fötum.
Gott er að hafa með sér mikið af nærfötum. Forðast skal skordýrabit með réttum klæðnaði.
Það er í lagi að
drekka sódavatn, öl, heitt kaffi og te, en ísmolar eru varhugaverðir
(oftast úr kranavatni). Vatn, sem er soðið í 3-4 mínútur eða vatn blandað joði
og látið standa í u.þ.b. hálftíma er öruggt til drykkjar. Soðinn matur er líkast til bakteríufrír.
Ávexti og grænmeti ætti að sjóða.
Forðast skal köld borð og mjólk.
Soðinn skelfiskur, brauð o.þ.h. í lagi.
Hjartveikir
ættu að fara varlega í skoðunarferðir. Nýrnasjúklingar
mega ekki svitna um of vegna salt- og vökvataps líkamans.
Þagmagn á sólarhring er álitið eðlilegt 1½ lítri.
Astmasjúklingar njóta sín vel, nema e.t.v. á kvöldin, þegar
svalara verður (gott að hafa adrenalín meðferðis).
Margir hafa ofnæmi fyrir fúkkalyfjum og joði. Sykursjúklingar eiga helzt ekki að vera einir í ferðinni,
heldur með t.d. maka, sem getur gefið sprautur.
Insúlín helzt óskemmt í 3 vikur í hita en 2 ár í kæli.
Helztu
sýkingarsjúkdómar
Niðurgangur.
Aðallega börn, sjúklingar og gamalmenni. Ónæmi fæst með mörgum ferðum.
Einkenni hverfa oftast á nokkrum dögum.
Flest lyf eru gagnslaus og sum hættuleg (t.d. oxikínólín) og
valda mænusóttareinkennum. Bezt
er að taka ópíumdropa (tinctura opii), 10-20 dropa þrisvar sinnum á
dag. Einnig er vismutduft
í pokum eða töflum tekið í vatni 3-4 sinnum á dag.
Nauðsynlegt að innbyrða mikinn vökva.
Kolabelgir hafa reynzt mörgum vel.
Þeir virka líka gegn eitrunum, sem valda niðurgangi.
Drekka mikinn vökva.
Matareitrun.
Drekka mikinn vökva og neyta lítillar fæðu. Í ís og tertum er andareggjaduft, sem er slæmur valdur
matareitrunar.
Taugaveiki og
taugaveikibróðir.
Smit berst milli manna. Bakteríurnar
þola frystingu. Einkenni
eru léleg matarlyst, höfuðverkur, þreyta, hitatoppar, ljósrauðir
flekkir á brjósti og maga og blóðnasir.
Senda sjúkling beint á spítala.
Blóðkreppusótt.
Smit við snertingu. Bólga
í ristli. Beint á spítala!
Lifrargula.
Smitun í mat og drykk. Einkenni
lík gulu, þvag dökkt og hægðir ljósar.
Augnhvítan verður gul og húðin einnig.
Kláði á líkamanum. Lyf
virka yfirleitt ekki. Gæta
skal hreinlætis.
Umgangast skal sólina
með varkárni. Börn og
gamalmenni þola hana oft betur en miðaldra fólk.
Bezt er að auka útiveru smám saman en vera aldrei meira en 8 tíma
í sólinni í einu á dag. Gera
hlé eftir tæplega viku, fara í ferðalag og hvíla líkamann.
Krem og olíur gera oft mikið gagn, ef notað áður en farið
er í sólina að morgni og bætt við yfir daginn.
Kaldir bakstrar og húðvarnarefni (smyrsl, sem inni-halda
'cortison' og smyrja þunnt yfir) við sólbruna.
Verkjalyf og svefntöflur oft nauðsynlegar.
Bjúgur hverfur oftast yfir nótt.
Þeir, sem synda mikið, ættu að fara úr blautum sundfötum og
baða sig í þurri skýlu í sólinni.
Sú blauta getur valdið of mikilli hitaaukningu í þörmum og
þvagrás og skapað niðurgang.
Ekkert bendir til, að
áfengi fyrirbyggi kvilla. Kalk
er oft gott við astma og ofnæmi og við mikilli svitnun.
Salttöflur eru nauðsynlegar fyrir þá, sem svitna mikið, 2 töflur
þrisvar á dag. Almennt
ofnæmislyf er anti histamín. Nefdropar
eru t.d. otrivin. |