Karíbahaf St Christopher St Kitts Nevis,
Flag of Saint Kitts and Nevis

Meira

St CHRISTOPHER (St KITTS) og NEVIS

Map of Saint Kitts and Nevis
.

.

Utanríkisrnt.

St Christopher og Nevis eru hluti Litlu-Antilleyja (Áveðurseyja).  Þær eru sjálfstætt sambandslýðveldi í brezka sam-veldinu.  Flatarmálið er 262 km² (St. Kitts 169 km²; Nevis 93 km²) og íbúafjöldinn u.þ.b. 60.000.  Höfuðborgin er Basseterre á St. Kitts.  Tungumálin eru enska og patois. Báðar eyjarnar ásamt litlu kóraleyjunni Sombrero fengu sjálfstæði árið 1983.  Þær þróuðust á mismunandi hátt fram að því og verður því fjallað um þær hvora fyrir sig að hluta.  Æðsti maður ríkisins er brezki þjóðhöfðinginn, sem aðallandstjóri eyjanna er fulltrúi fyrir.  Í þjóðþinginu sitja 11 kjörnir þingmenn og 3 tilnefndir öldungar.  Forsætisráðherra stýrir ríkistjórninni.

Íbúarnir búa flestir með ströndum fram á báðum eyjunum.  Mestu þéttbýlin eru Basseterre (15.000), og Sandy Point Town á St. Kitts auk Charlestown (2.500) á Nevis.  Eyjarnar eru að mestu óbyggðar inni til landsins og brattar fjallahlíðarnar eru vaxnar þéttum regnskógi.  Suðausturskagi St. Kitts með saltvötnunum er líka óbyggður, þar eð jarðvegur er of næringarsnauður og úrkoma of lítil til land-búnaðar.  Smáeyjan Sombrero er óbyggð. Íbúarnir eru að mestu afkomendur negraþræla, indverja og kínverja.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM