Náttúrufar
eyjanna er mjög
skylt. Þær standa báðar
á neðansjávarsökkli, þar sem mikill fjallhryggur hlóðst upp í
eldgosum á tertíertíma. Hann
liggur um St. Kitts frá nv til sa, út á vötnum þakinn skaga og
hverfur þar í sjó. Hann
heldur þar áfram á 8 m dýpi, þar til hann birtist á ný á Nevis.
Neðansjávarhryggurinn, sem kallast 'The Narrows' (Þrengslin),
er 3 km breiður og þakinn kóralrifjum.
Nevis
er hér um bil kringlótt og er í raun efsti hluti mikils
eldfjalls, Nevis Peak (985 m), með aðalgíginn á miðri
eyjunni.
St. Kitts er ílöng og státar af tveimur eldfjöllum, Mt.
Misery (1156 m) og south East Range (900 m).
Mt. Misery gaus síðast árið 1962.
Loftslagið.
Eyjarnar
eru á staðvindasvæði hitabeltisins (17°20'N og 62°47'V; 17°10'N
og 62°35'V). Hálendi
beggja veldur mismunandi mikilli úrkomu eftir staðháttum.
Mest rignir hæst uppi í fjöllum áveðurs (3750 mm á ári;
Rvk 834 mm). Venjulega eru
fjöllin týnd í þykkri skýjahulu um hádegisbil á hverjum degi.
Þegar neðar dregur, minnkar úrkoman allt niður í 1200 mm.
Hlémegin vi South East Range, við Basseterre og á suðurströnd
Nevis er meðalúrkoma ársins ekki nema 750 mm.
Vetrarmánuðirnir eru úrkomuminnstir, þannig að meira vatn
gufar upp en fellur til jarðar. Þetta
á einnig við um mjóa skagann, sem teygist frá St. Kitts til Nevis,
en þar eru engin fjöll, sem draga til ´sin rakann.
Loftslagið á hinum þurrviðrasamari strandsvæðum er mjög
þægilegt, lítill loftraki miðað við aðrar Karíbaeyjar og jafn
hiti allt árið (jan: tæpl. 25¨c; 27,5°C í ágúst).
Mestur getur hitinn orðið 32°C en minnstur 18°C, en það
gerist bara fáa daga á ári.
Gróður.
Gróðurinn
fer eftir hæð yfir sjó. Efst
er graslendi, sem notað er til beitar.
Á næsta belti fyrir neðan, allt niður að 800 m.y.s., er
fjallaregnskógur, en síðan tekur við hinn venjulegi regn-skógur niður
að 300 m.y.s. en þangað upp nær ræktað land.
Upprunalegur gróður neðan 300 m er að langmestu leyti
horfinn. Mest er eftir af
honum á nesinu á suðaustanverðri St. Kitts.
Á austur-ströndinni eru enn þá nokkuð stór mangrove-svæði.
Suðurhlutinn er tiltölulega ósnortinn og þar er fyrirhugað að
stofna þjóðgarð.
Íbúarnir
búa flestir með
ströndum fram á báðum eyjunum.
Mestu þéttbýlin eru Basseterre (15.000), og Sandy Point Town
á St. Kitts auk Charlestown (2.500) á Nevis.
Eyjarnar eru að mestu óbyggðar inni til landsins og brattar
fjallahlíðarnar eru vaxnar þéttum regnskógi.
Suðausturskagi St. Kitts með saltvötnunum er líka óbyggður,
þar eð jarðvegur er of næringarsnauður og úrkoma of lítil til
land-búnaðar. Smáeyjan
Sombrero er óbyggð.
Íbúarnir eru að mestu
afkomendur negraþræla, indverja og kínverja. Aðeins 2% þeirra eru af evrópskum uppruna.
Líkt og á öðrum Karíbaeyjum hefur ör fólksfjölgun valdið
verulegum vandræðum. Vinnumarkaðurinn
tekur ekki við þessari miklu fjölgun, þannig að hundruð manna verða
að flytja brott ár hvert til að finna atvinnu.
Flestir laðast að Bandaríkjunum eða eyjum í Karíbahafi, sem
tilheyra þeim.
Avinnulífið.
Þrátt
fyrir að stjórnvöld hafi lagt og leggi enn þá mikla áherzlu á
uppbyggingu iðnaðar, hefur landbúnaður haldið velli sem veigameiri
atvinnugrein, en ferðaþjónustan er orðin að aðalatvinnugreininni.
Þróun atvinnulífsins er mjög ólík á St. Kitts og Nevis. Á St. Kitts eru stór-eignabændur, sem reka 30 bú á 90%
hins ræktaða lands. Sykurreyr
er ræktaður upp að 300 m.y.s. Smábúskapur
með blandaða ræktun, mest gæðabaðmull, er aðeins stundaður á þremur
stöðum á eyjunni milli 200 og 300 m.y.s.
Ræktun sykurreyrs hófst fyrir rúmlega 3 öldum og tók við af
tóbaksræktun frumbyggjanna, þar sem verðfall varð á því í Evrópu
vegna mikils framboðs. Sykur-plantekrurnar
voru reknar með vinnuafli negraþræla.
Í upphafi 20. aldarinnar tókst að tvöfalda ræktun sykurreyrs
með nýjum aðferðum.
Þrátt
fyrir aldalanga nýtingu jarðvegarins til þessarar einhæfu ræktunar,
var þessi gosefnajarðvegur nægilega frjósamur til að slíkt væri hægt.
Samt hefur dregið úr framleiðslu landsins frá árinu 1964
vegna þess, að hæfileiki jarðvegsins til endurnýjunar var ofmetinn
og stórjarðeigendur gáfu sér ekki tíma til að bera áburð á akra
sína, þegar þeir hættu sykurræktun og hófu ávaxtarækt í staðinn.
Framleiðsla sykurreyrs minnkaði úr 43.000 tonnum í kringum
1970 í 23.000 tonn 1989 en þessi ræktun er samt mikilvægur
atvinnuvegur á St. Christopher, í nánd við 20% brúttóframleiðslu
eyjarinnar og stendur undir fimmtungi þjóðartekna.
Stór hluti gjaldeyristekna er notaður til innflutnings matvæla.
Öll uppskera sykurreyrs á báðum eyjunum er unnin í
sykurverksmiðju í Basseterre. Auk
sykurframleiðslunnar eru fleiri iðnfyrirtæki, sem hafa komið sér
fyrir í Basseterre á St. Christopher, m.a. baðmullarkjarnaverksmiðja,
brugghús, vefnaður og sígarettuverksmiðja. Auk þess eru tvö fyrirtæki,
sem framleiða sjónvörp, útvörp og elektróníska tengikubba fyrir
Bandaríkjamarkað.
Atvinnuuppbyggingin
á Nevis er með allt öðru móti.
Þar er smábúskapur yfirgnæfandi og lítill iðnaður.
Meiri hluti smáfyrirtækja þessa litla eyjaríkis er á Nevis.
Ferðaþjónustan
hefur orðið að mikilvægri
atvinnugrein frá upphafi í kringum 1970.
Nú er hún í öðru sæti gjaldeyrisskapandi atvinnugreina.
Kjarni hennar og bezt útbúna ferðamannasvæðið er við
Frigate Bay sunnan Basseterre á St. Christopher.
Samgöngukerfi
beggja eyjanna eru góð og flutningur landbúnaðarframleiðslunnar til
Basseterre gengur snurðulaust. Þar
var gerð hafskipahöfn árið 1981, sem jók og bætti aðstæður mjög.
Sykurplantekrurnar eru tengdar með 58 km löngu járnbrautarkerfi.
Vegakerfið í heild er u.þ.b. 250 km langt og leyfilegur fjöldi
farartækja er 4.000.
Mörg flugfélög
stunda áætlunar- og/eða leiguflug til flugvallarins Golden Rock norðaustan
Basseterre. Flugbrautir eru nógu langar fyrir stórar flugvélar. |