Karíbahaf Nevis,
Flag of Saint Kitts and Nevis

Booking.com


NEVIS
.

.

Utanríkisrnt.

Map of Saint Kitts and Nevis

Nevis er 93 km².  Hún er suðaustan St. Kitts.  Sundið á milli eyjanna, The Narrows”, Þrengslin, er 3 km breitt og á botni þess eru stór og mikil kóralrif.  Eyjan sjálf er í rauninni ekkert annað en efsti hlutinn af stórri eldkeilu, sem rís hæst í Nevis Peak (985 m) á henni miðri, og gerir hana næstum hringlagaða.  Andstætt St. Kitts ber ekki mikið á ræktun sykurreyrs.  Helztu landbúnaðarafurðir eru gæðabaðmull og kókoshnetur.
Reglulegar flugsamgöngur  við St. Kitts, Antigua, St. Croix um Newcastleflugvöll.

Daglegar ferjuferðir (nema fimmtud.) milli Basseterre og Charlestown.  Leigubátar koma oft frá nágrannaeyjunum.  Skemmtiferðaskip hafa þar líka viðdvöld.

Sagan. 
Kólumbus fann Nevis samtímis St. Kitts árið 1493 í annarri Vestuheimsferð sinni.  Árið 1607 kom skipstjóri að nafni John Smith til Nevis til að hengja nokkra uppreisnarmenn.  Til aftökanna lét hann reisa nokkra gálga á ströndinni.  Landnám Evrópumanna hófst eftir 1628 frá St. Kitts.  Nöfn nokkurra stórmenna eru tengd sögu eyjarinnar:  Alexander Hamilton (sjá bls. 72), sem varð aðstoðarmaður George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, fæddist á Nevis.  Brezki aðmírállinn Horatio Nelson (sjá bls. 76) kom við á Nevis á leið sinni til að berjast í frelsisstríðinu gegn Bandaríkjamönnum.  John Huggins nýtti brennisteinshverina, sem þá voru vinsælir, mikið til baða.  Síðan 1983 hefur Nevis verið hluti af smáríkinu St. Kitts og Nevis.

Charlestown  er höfuðstaður Nevis. Þar búa u.þ.b. 2.500 manns.  Bæinn prýða gömul og veðruð hús í 'hungangskökustíl'.  Baðmullarverksmiðjan endurspeglar hluta atvinnusögunnar.  Fyrrnefndur Alexander Hamilton fæddis í bænum 11. janúar 1755.  Þegar á 18. öld varð bærinn kunnur sem heilsubótarstaður, þar sem fólk gat fengið bót á gigt með böðum í hveravatninu.  Því er hægt að kalla Charlestown fyrsta ferðamannastað við Austur-Karíbahaf.

Ferjuhöfnin er hjarta bæjarins og Main Street er aðalverzlunargatan.  Þar er tollhúsið, þar sem hægt er að skoða veggkort og pósthúsið, þar sem frímerkjasafnarar komast í feitt.  Á leiðinni að markaðstorginu er gengið fram hjá gamla baðmullarhúsinu.  Fólk, sem hefur gaman að lífinu á útimörkuðum, getur sinnt þörfum sínum á markaðstorginu á laugardagsmorgnum.  Á Minningartorginu (Memorial Square) er minnismerki um þá, sem féllu í báðum heimsstyrjöldunum.

Við gatnamót Main Street og Prince Willian Street er gömul og virðuleg bygging með litlum klukkuturni.  Á jarðhæð eru réttarsalir og á annarri hæð bókasafnið.  Þar er safn bóka um Karíbasvæðið og steinristur frumbyggjanna.

*Hamiltonhúsið, sem er nýuppgert, er við norðurjaðar bæjarins. Á jarðhæð þess er safn en eyjarþingið á aðsetur á annarri hæð.  Bæði húsið og garðurinn eru falleg.

Baðhúsið er við suðurjaðar bæjarins.  Það var reist í lok 18.aldar og enn þá eru fimm böð nýtt.

Gyðingakirkjugarðurinn við Jews Street er skoðunarverður.  Þar voru fyrstu kaupmennirnir, sem settust að á Nevis, grafnir.

Hringferð um eyjuna (30 km).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM