Bermúdaeyjar,
Flag of Bermuda

HAMILTON ST. GEORGE'S   Meira

BERMÚDA
.

.

Utanríkisrnt.

Map of Bermuda

Bermúdaeyjar eru brezk krúnunýlenda með sjálfstjórn.  Flatarmál er 53 km², íbúafjöldi 57.000 (1998), höfuðborgin er Hamilton og tungumálið enska. Bermúdaeyjar eru afskekktur eyjaklasi (>150 eyjar).  Þær eru í Vestur-Atlantshafinu á 32° 18'N og 64° 46' V.  Vegna golfstraumsins eru þær nyrztu kóraleyjar heimsins.  Kóralrifin hafa krafizt verulegra fórna í gegnum tíðina, því að yfir 120 skipsflök liggja þar á sjávarbotni.  Því voru eyjarnar oft kallaðar Djöflaeyjar.  Hagstætt loftslag og skattalöggjöf gera það að verkum, að ferðamenn og fjárfestar flykkjast þangað. Bermúdaþríhyrningurinn er hafssvæðið inna lína, sem dregnar eru á milli Bermúdaeyja, Puerto Rico og staðar í Mexíkóflóa.  Margir eru þeirrar skoðunar að fjöldi farartækja á sjó og í lofti hafi horfið þar sporlaust á dularfullan hátt, enda hefur ekki verið hægt að útskýra meginhluta þeirra atvika.

Bermúdaeyjar teygjast 35 km frá norðaustri til suðvesturs, að meðaltali á 2 km breiðu belti.  Eyjarnar standa á kalkgrunni, sem stendur á stóru neðansjávareldfjalli.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM