Bermúdaeyjar Hamilton,
Flag of Bermuda


HAMILTON
BERMÚDA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Hamilton stendur við sjávarmál. Borgin var stofnuð árið 1793 og byggð upp í anda brezku nýlendustefnunnar.  Hún varð höfuðborg árið 1815 vegna legu sinnar.  Snemma varð hún miðstöð ferðaþjónustunnar.

*Höfnin og Front Street iða af lífi og athafnasemi.  Fjölda lúxusverzlana er að finna í húsum frá fyrstu árum borgarinnar.  Mest ber á sjö hæða húsi Bermúdabanka.  Á bak við hann er hinn kunni Snekkjuklúbbur Bermúda (1844), þar sem þekkt fólk hittist.

Par-la-Ville Park.
 Norðan garðsins er fyrrum bústaður W.B. Perot (1818-1862), þar sem er nú Bermúdabókasafnið (m.a. dagblaðasafn frá 1887) og sögusafn Bermúda (saga eyjanna, skjalasafn, myndir, sedrushúsgögn, skipamódel o.fl.).

Perot-pósthúsið er í fallegu uppgerðu húsi frá 1842 við Queen Street, þar sem póstmeistarinn skapaði hin eftirsóttu frímerki.

Ráðhúsið stendur hærra til norðausturs við Church Street.  Það var byggt árið 1960.  Auk þess að hýsa stjórn borgarinnar er þar að finna leikhús, listasafn og ráðstefnusal.  Efst á turninum er vindhani í líki skipsins „Sea Venture".  Framan við húsið er skrautgarður með vatnsspili.

*Bermúdadómkirkjan, gnæfir yfir umhverfið aðeins austar.  Hún var byggð 1886-1911 á sama stað og þrenningarkirkjan brann árið 1884.  Hún er í gotneskum Mið-Englandsstíl (anglikönsk biskupskirkja).  Byggingarefnið var sótt til Skotlands, Normandí, Nova Scotia og Indiana.  Þrjár rúður, Lefroy Window, á norðurhliðinni, War Memorial Window og Reid Window í suðuranddyrinu eru merkilegir sögulega séð.

Sessions House stendur á hæsta stað borgarinnar.  Það var byggt í ítölskum endurreisnarstíl.  Jubilee klukkuturninn var reistur til heiðurs Viktoríu drottningu.  Í húsinu starfar neðri deild þingsins og hæstiréttur.

Cabinet Building (nú efri deild; 1838) stendur suðaustan gamla pósthússins (1869).  Hásætið í sam-komusalnum er athyglisvert.  Í þessum stól (sedrusviður; 1642) situr landstjórinn.  Framan við húsið stendur eftirmynd fræga minnismerkisins „Londoner  Whitehall Kenotaph" frá 1920.  Aðeins neðar við Front Street er fyrrum ráðhús borgarinnar (1794), eitt elzta húsið.

Hamiltonvirkið er á góðum útsýnisstað við austurjaðar borgarinnar.  Þetta er stórt mannvirki í viktorískum stíl með völundarhúsi neðanjarðargangna.

St. Theresa's dómkirkjan er falleg bygging fyrir rómversk-katólska byggð árið 1931 í spænskum stíl.

Mount Langton er norðaustan borgarinnar.  Þar stendur Government House í miðjum fallegum garði.  Það er í viktorískum stíl og þar býr landstjórinn og háttsettir gestir hans.  Vestan við og neðan hússins er djúpur brunnur, sem grafinn var á þurrkatíma og nefndur Black Watch Well í höfuðið á herdeild nokkurri.

Frá Hamilton til Spanish Point
Pitta Bay Road
liggur frá Hamilton í vestur um ríkulegt hótelahverfið.  Þar er að finna Bermudiana hótelið (1924) og Hamilton Princess hótelið (1885).

*Admiralty House (19.öld) er 3 km norðvestar á Clarence Hill.  Það er þekkt fyrir fjölda þjóðsagnakenndra undirganga og neðanjarðarhvelfinga.  Aðeins neðar er Clarence Cove, skjólsæl vík, sem er líka tengd þjóðsögum.  Spanish Point er 1 km vestar.  Þar lenti spænski skipstjórinn Diego Ramires árið 1603.  Fyrir framan höfnina eru leifar stærstu blautkvíar í heimi á 19.öld.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM