Bermúdaeyjar meira,
Flag of Bermuda

ALMENNUR FRÓÐLEIKUR SAGAN    

BERMÚDA
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Map of Bermuda

Ríkisstjórn Bermúda er elzta nýlendustjórn í Bretaveldi að grunni til.  Hún er sniðin að brezkri fyrirmynd.  Æðsti valdamaður er landstjórinn, fulltrúi ensku þjóðhöfðingjanna.  Ráðherrarnir tólf eru undir stjórn forsætisráðherra.  Fjörutíu þingmenn eru kosnir í neðri deild og meirihlutaflokkur þar velur forsætisráðherrann.  Landstjórinn skipar 6 þingmenn í efri deild, forsætisráðherrann 4 og leiðtogi stjórnarandstöðunnar 2.  Efri deildin leggur lagafrumvörp fyrir landstjórann til samþykktar.  Eyjunum er skipt í níu nokkurn veginn jafnstór stjórnsýslusvæði:  St. George's, Hamilton, Smith's, Devonshire, Pembroke, Paget, Warwick, Southamton og Sandy's.

Á Bermúda búa u.þ.b. 55.000 manns (112 á km²).  40% íbúanna eru hvítir, flestir afkomendur Evrópumanna, en meirihlutinn eru svertingjar, afkomendur afrísku þrælanna.  Ólæsi og atvinnuleysi er hér um bil óþekkt á eyjunum.  Fjörutíu kirkju- og trúarfélög eru starfandi.  afríska meþódistakirkjan, hin anglikanska og rómversk-katólska eru fjölmennastar.  Þótt St. George's og Hamilton séu aðalþéttbýlisstaðirnir eru þeir lítið þéttbýlli en nánasta umhverfi þeirra.

Í upphafi voru sedrusskógarnir viðskiptalegur grundvöllur eyjanna.  Sedrustrén voru notuð til skipasmíða.  Verzlun blómstraði einkum á pólitískum krepputímum og útflutningur grænmetis til Bandaríkjanna blómstraði til 1930.  Þungaiðnaður var ekki til á Bermúda og lítill smáiðnaður. Flytja varð flestar vörur inn og verðlag því hátt.  Mikilvægasta atvinnugrein eyjanna hefur um langt árabil verið ferðaþjónustan, sem hófst snemma með skipulagningu góðra samgangna í lofti og á sjó og byggingu hótela og annarrar aðstöðu.  Árið 1979 komu 560.000 gestir til eyjanna, flestir frá N.-Ameríku og skildu eftir sig 165 milljónir Bermúdadala.  Mörg alþjóðleg fyrirtæki er skráð á Bermúda vegna hagstæðra skatta- og viðskiptalaga.  Samanlagt eru þau annar stærsti vinnuveitandinn.  Herstöðvar Breta og Bandaríkjamanna veita líka mörgum vinnu.

Nokkurra alda gömul og litrík hús frá nýlendutímanum falla vel að landslaginu.  Þau standa á kalksandsteini, sem hefur herzt við veðrun og er mjög auðunninn.  Úr honum voru sagaðar þakhellur, sem beindi regnvatninu í sérstaka geyma.  Svona vatnsbretti voru líka sett ofan við glugga húsanna.  Stórir arnar, háreistir og áberandi utan á húsunum, gera innihitann þægilegan.  Víða standa enn þá gömlu smjörgerðarhúsin á staurum með rifum í glugga stað.  Nú eru þau notuð sem móttökuhús.  Mörg garðhliðanna, sem nefnd eru Moongates, voru byggð eftir hugmyndum skipstjóra, sem hafði siglt til Kína.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM