Bermúdaeyjar almennur fróđleikur,
Flag of Bermuda


BERMÚDA
ALMENNUR FRÓĐLEIKUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Loftslag.  Á eyjunum ríkir blanda af úthafs- og heittempruđu loftslagi, sem golfstraumurinn veldur.  Međalárshitinn er 21,2°C.  Međalhámarkshiti á sumrin er 32,1°C og međallágmarkiđ á veturna er 8,3°C. Međalrakastig er 77% og úrkoma er tiltölulega jöfn allt áriđ, 1.500 mm, minnst 1.000 mm og mest 2.300 mm.  Sumartíminn er frá apríl fram í nóvember og vetrartími frá desember fram í marz.  Ríkjandi vindátt er suđvestan, sem víkur oft fyrir norđan og norđaustlćgum áttum á veturna.  Viđ og viđ skella restar fellibylja á eyjunum.  Ţeir hreyfast frá Vestur-Indíum í norđausturátt.

Gróđur.  Mjög fjölbreyttur heittemprađur gróđur ţrífst í rauđbrúnum skelja- og kórallajarđvegi eyjanna.  Má nefna eina einkennisplöntu eyjanna, Bermúdasedrusviđinn, sem stendur höllum fćti vegna sjúkdóma og skógarhöggs og Bermúdaírís, dvergpálmann og meyjarhársburknann.  Páskaliljur vaxa vítt og breitt en ţćr flutti prestur nokkur inn frá Japan.

Fánan
er talsvert tegundarík.  Sandeđlur, líkar kamelljónum, og flautandi froskar eru sérstćđir fyrir Bermúda.  Bratt ađdýpi eyjanna og hreinn sjórinn gerir ađ verkum ađ sjávarfánan er fjölskrúđug.

Samgöngur í lofti beint frá London (Englandi), Baltimore, Boston, Chicago, Detroit, Philadelphia, New York, Washington (Bandaríkjunum), Halifax, Montreal, Toronto (Kanada), Nassau (Bahamaeyjum), Antigua, Barbados og Port-of-Spain (Trinidad).

Skipaferđir:  Frá apríl til nóvember koma mörg skemmtiferđaskip vikulega frá New York, Baltimore, Boston, Charleston, Miami, Norfolk, Philadelphia (Bandaríkjunum) og Southamton (Englandi).

Mynd:  Englandskirkja.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM